is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9277

Titill: 
  • Ekki er allt sem sýnist: ferðaþjónustubæirnir Bjarteyjarsandur og Erpsstaðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er úttekt á tveimur íslenskum ferðaþjónustubæjum, Bjarteyjarsandi í Hvalfirði og Erpsstöðum í Dölum. Á Bjarteyjarsandi er stundaður sauðfjárbúskapur en undanfarin 15 ár hafa núverandi ábúendur þróað á bænum landbúnaðartengda ferðaþjónustu sem leggur áherslu á eigin framleiðslu, nýsköpun og náttúrutúlkun sem fellst í að fólk skili og læri að meta gildi náttúrunnar og verðmæti hennar. Bærinn hefur skapað sér sérstöðu með móttöku skólahópa en einnig er vaxandi áhugi frá erlendum aðilum sem fellst í að kynnast íslenskum landbúnaði af eigin raun. Á Erpsstöðum er rekið kúabú. Á árunum 2006 og 2007 var byggt nýtt fjós á bænum með aðstöðu til heimavinnslu afurða. Í fjósinu er gestamóttaka þar sem þau leggja áherslu á móttöku skólahópa með fræðslu sem snýr ekki eingöngu að íslenskum landbúnaði heldur einnig úrvinnslu afurða. Hvatt hefur verið til uppbyggingar fræðsluseturs um íslensku kúnna á Erpsstöðum. Markmið þess er að gestir og gangandi geti kynnt sér starfshætti sjálfir eða með leiðsögn. Markmið ritgerðarinnar er að komast að hvað aðgreinir þessa bæi frá öðrum sveitabæjum, hvernig aðkoma þeirra geti aukið upplifun gesta og síðast en ekki síst hvernig megi styrkja sérstöðu hvors bæjar fyrir sig. Til að ná þessum markmiðum var gerð úttekt á bæjunum og þeir bornir saman, einkenni greind, innlend sem erlend dæmi skoðuð, og rýnt í hugmyndafræði ferðaþjónustubæja. Í niðurstöðum er megin spurningum svarað, sem lagðar voru fram í upphafi, þ.e. Hvað aðgreinir Bjarteyjarsand og Erpsstaði frá öðrum sveitabæjum? Hvernig getur aðkoma að þessum ferðaþjónustubæjum aukið upplifunina? Hvaða þættir geta styrkt sérstöðu sveitabæjanna?
    Fyrst og fremst er það fræðslan sem aðgreinir bæina tvo frá öðrum ferðaþjónustubæjum. Hún er markviss og sýnileg og er notast við fjölbreyttar aðferðir svo hún komist til skila. Aðkoma ferðaþjónustubæja er mikilvæg, vinna þarf með það sem fyrir er á svæðinu og tryggja að aðkoman bjóði gesti velkomna. Enginn staður er eins og segja má að sníða þurfi stakk eftir vexti. Að mati höfundar eru nokkrir þættir sem geta styrkt sérstöðu bæjanna. Fyrst skal telja breytta og bætta aðkomu, sýnileika í landslagi, skilmerkileg upplýsingaskilti og aðgreining þjónustu og íbúðasvæðis

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Myrra Ösp.pdf4.88 MBOpinnPDFSkoða/Opna