is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9278

Titill: 
  • Tenging skrúðgarðs og hafnar á Húsavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þéttari byggð og aukinni bílaumferð hafa margir þéttbýlisstaðir tapað mikilvægum tenginum fyrir gangandi vegfarendur til að komast á milli svæða. Í þessu verkefni verður leitast við að svara því með hvaða hætti væri heppilegast að bæta göngutengingu á milli skrúðgarðs og hafnarsvæðis sem eru mikilvæg svæði á Húsavík. Byrjað er á því að draga saman upplýsingar um þróun bæjarins og helstu einkenni hans. Það er gert með því að skoða sögu bæjarins og skoða gamlar loftmyndir. Því næst eru mikilvæg atriði í bæjarmyndinni greind sem segja til um hvar þessi svæði eru í bænum og hvernig tengslin eru í dag. Greiningarnar segja einnig til um hvar mögulegar tengingar geta orðið og er það aðallega á tveimur stöðum, niður Árgilið og í gegnum Öskjureitinn. Út frá greiningunum eru settir fram fjórir valkostir sem bæta mundu tengingu á milli skrúðgarðs og hafnar. Frambærilegasti kosturinn er valinn á grundvelli kostamats þar sem skoðuð eru áhrif kostanna á bæjarbrag bæjarins, gæði hans, starfsemi, kostnað og lýðheilsu og kostirnir bornir saman. Í niðurstöðum kemur fram að sá kostur sem álitlegastur þykir er sá þar sem opnað er fyrir Búðarána og hún látin renna ofanjarðar í gegnum bæinn og út í sjó og göngustígur lagður meðfram henni. Í kjölfar þess eru nokkrar hönnunaráherslur settar fram sem ætti að hafa í huga við nánari útfærslu.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-Sigurdís Sv.pdf3.25 MBOpinnPDFSkoða/Opna