is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9283

Titill: 
  • Beiting samkeppnisreglna á fjarskiptamarkaði
  • Titill er á ensku Implementation of general rules of competition in telecommunication
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið við líði á Íslandi í rétt rúman áratug eða frá því að einokun ríkisins var afnumin. Frá þeim tíma hafa verið stofnuð þó nokkur fjarskiptafyrirtæki, sum þeirra starfa enn, á meðan önnur hafa hætt rekstri eða sameinast öðrum. Þrátt fyrir afnám einokunar hefur samkeppni á fjarskiptamarkaði ekki náð að þrífast ein og sér á grundvelli almennra samkeppnisréttarreglna heldur hefur sérstök löggjöf verið sett til að gera hana mögulega. Eftirlit með samkeppninni er mjög mikið og eru tvær opinberar stofnanir sem fara með það, annars vegar Póst- og fjarskiptastofnun sem fer með almennt eftirlitshlutverk og hins vegar Samkeppniseftirlitið sem fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Í ljósi þeirra sérstöku löggjafar sem sett var til að tryggja samkeppni vöknuðu þrjár spurniningar. Í fyrsta lagi hvort að grunnreglum samkeppnisréttarins væri beitt á annan hátt á fjarskiptamarkaði en á öðrum mörkuðum. Í öðru lagi hvort að hvort að markaðsgreiningar og mat á markaðsráðandi stöðu væri framkvæmt á sambærilegan hátt hjá stofnunum tveimur sem fara með eftirlit á fjarskiptamarkaði á Íslandi og í þriðja og síðasta lagi hvert væri hlutverk sérstakrar löggjafar og hvort sú löggjöf gæti komið í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Helstu niðurstöður við hinum þremur framangreindu spurningum eru að enginn sýnilegur munur er á beitingu Samkeppniseftirlitsins á almennum reglum samkeppnisréttar á fjarskiptamarkaði borið saman við aðra markaði né aðferðum eftirlitsstofnana. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að sú sérstaka löggjöf sem sett hefur verið vegna fjarskiptamarkaðar hér á landi er nauðsynlegt til að viðhalda samkeppni á fjarskiptamarkaði hér á landi. Höfundur telur þó grundvöll vera fyrir því að slaka megi á setningu slíkrar löggjafar og láta fremur almennar reglur samkeppnisréttar taka yfir.

  • Útdráttur er á ensku

    Competition in telecommunications market has been ongoing for just over a decade or since the state monopoly was abolished. A number of mobile telecommunications companies have been established after the state monopoly was abolished. Most of them are still in operation either as a standalone or via merger with other companies. In spite of the end of the monopoly in the telecommunications market competition has not been able to flourish on the basis of general rules of competition rather has the so-called sector, the specific regulation has been issued to ensure competition in this field. Monitoring the competition is very extensive and to this end there are two public organizations that do have the responsibility of monitoring the market. These are the Post and Telecom Administration of Iceland and the Bureau of Competition Authority which is responsible for measures to be taken against anti-competitive behaviour. In consideration of the institution of sector specific regulation it raised few questions, firstly if the Post and Telecom Administration employs another approach to market definition and significant market power than the Competition Authority. Secondly,, if the Competition Authority would exercise the general rules of the competition in a different way from what it would customarily exercise and thirdly what is sectors specific regulation part on the market and can the sector specific regulations prevent the abuse of marketing power? In this writing I will attempt to answer these questions thus clarify how the market and it’s monitoring works. Early findings are that there are no visible differences in the enforcement by the Competition Authority of the general rules of competition in the telecommunications as compared to other markets nor the methods of monitoring institutions. The establishment of Special Regulations to govern and maintain competition in the mobile communication market are considered beneficial. It is entirely possible to delay implementation for the time being, applying current competition regulations will suffice.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudjon-Bjarni-Halfdanarson_ML-2010.pdf765.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna