Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9284
Skattamál hafa ekki beinlínis verið miðpunktur athyglinnar þegar kemur að mannréttindaumræðu, þó þau mál geti varðað gríðarlega hagsmuni einstaklinga og lögaðila. Í þessari ritgerð var rýnt í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls og Mannréttindanefndar Evrópu sem og íslenskra dómstóla til samanburðar þar sem við átti. Farið var yfir þróunina í skattamálum, hvort og hvernig skattamál falla undir vernd mannréttindaákvæða og hvort einhverjar meginreglur hafi þróast við beitingu slíkra ákvæða. Töluverð þróun hefur orðið í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og annarra eftirlitsstofnana Mannréttindasáttmála Evrópu við beitingu ákvæða sáttmálans í skattamálum. Íslensk dómaframkvæmd, eins langt og hún nær, hefur að mestu verið í samræmi við framkvæmd Mannréttindadómstólsins, með nokkrum veigamiklum undantekningum þó. Helstu ákvæði sem reynt hefur á í skattamálum fyrir eftirlitsstofnunum Mannréttindasáttmálans varða friðhelgi eignarréttarins, réttláta málsmeðferð, bann við tvöfaldri refsingu eða tvöfaldri málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi og bann við mismunun. Þróunin hefur verið mismikil eftir því um hvaða ákvæði ræðir en í öllum tilfellum hefur hún þokast í átt til aukinnar verndar fyrir skattgreiðendur í aðildarríkjunum. Mest hefur þróunin verið varðandi beitingu 6. gr. sáttmálans um rétt til réttlátrar málsmeðferðar og 4. gr. 7. samningsviðaukans um bann við tvöfaldri refsingu eða tvöfaldri málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi. Það er þó einkennandi fyrir alla framkvæmd á þessu sviði að aðildarríkin njóta víðtæks svigrúms til mats varðandi skattlagningu og framkvæmd í skattamálum. Hefur yfirleitt mikið þurft að koma til svo aðildarríkin teljist brotleg gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans í skattamálum, þó svo að vissulega hafi verið tekin skref í rétta átt til aukinnar verndar skattgreiðenda.
Tax cases have not exactly been the center of attention when it comes to human rights, even though both individuals and legal entities can have a great deal at stake in such cases. This thesis explores case-law of the European Court of Human Rights and European Committee of Human Rights as well as the case-law of Icelandic courts in comparison when relevant. The development in case-law in taxation cases was explored, if and how such cases fall within the protection of human rights provisions and if any principles have developed in the application of such provisions. There has been a considerable development in the case-law of the Court and the other supervisory organs of the European Convention on Human Rights in applying its provisions in tax cases. Icelandic case-law, as far as it goes, has mostly been in keeping with the Court’s case-law, with some exceptions. The primary provisions of the Convention which have been brought before the Court in tax cases are provisions regarding the right to a peaceful enjoyment of property, right to a fair trial, right not to be punished or tried twice and prohibition of discrimination. The development has been variable for different provisions of the Convention although in all instances the development has involved a greater protection for taxpayers in the member states. The most substantial development has been in the application of article 6 regarding the right to a fair trial and article 4 of protocol 7 regarding the right not to be punished or tried twice. It is however characteristic for all tax cases that the member states enjoy a wide margin of appreciation regarding taxation and execution in such matters. In general the Court does not easily find the member states in violation of the provisions of the Convention in taxation cases, although steps have certainly been taken in the right direction to increase the level of protection for the taxpayers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MLritgerd_lrj_2011.pdf | 735.93 kB | Lokaður til...01.01.2027 | Heildartexti |