en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9287

Title: 
  • Title is in Icelandic Ólögmæt dreifing tónlistar á Internetinu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á óheimila dreifingu tónlistar á Internetinu sem nýtur höfundaverndar, með áherslu á hvaða úrræði standa rétthöfum til boða. Hefur höfundaréttur tekið stakkaskiptum við tilkomu stafræns umhverfis og alþjóðlegra netkerfa. Útbreidd notkun netsins, auk tækniþróunar hefur leitt til þess að hugverki sérhvers manns er mögulegt að dreifa án endurgjalds, jafnvel gegn vilja rétthafa. Hafa slík höfundaréttarbrot reynst bæði markviss og útbreidd og eru þau ein mesta hindrun þróunar tónlistariðnaðarins. Í öðrum kafla verða rakin hvaða réttindi íslensku höfundalögin veita rétthöfum, hverjar þær takmarkanir eru hvað varðar Internetið og hvaða réttarúrræði standa rétthöfum til boða. Í þriðja kafla verður skoðuð ábyrgð einstaklinga á ólögmætri dreifingu tónlistar auk þess sem rakin verður þróun jafningjaneta (e. peer-to-peer) og skoðað hvernig ábyrgð forsvarsmanna þeirra á höfundarréttarbrotum notenda þeirra hefur verið háttað á alþjóðlegum grundvelli. Hefur dómaframkvæmd sýnt fram á að mögulegt er að fella ábyrgð á einstaklinga sem og forsvarsmenn jafningjaneta. Í fjórða kafla er rýnt í mögulega ábyrgð þjónustuveitanda á höfundarréttarbrotum sem framkvæmd eru á netkerfum þeirra. Komist var að þeirri niðurstöðu að ekki verður felld ábyrgð á þjónustuveitendur á sama hátt og forsvarsmenn jafningjaneta. Þó hafa stjórnvöld víða um heim innleitt lög sem skylda þjónustuveitendur til þátttöku í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali með góðum árangri. Í fimmta kafla eru lagðar til úrbætur fyrir íslenskt lagaumhverfi til að bregðast við þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað, auk þess sem bent er á hagkvæm viðskiptalíkön sem víða um heim eru að ryðja ólöglegu niðurhali úr vegi. Komist var að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að nýsköpun og viðskiptahæfileikar vegi þungt í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu tónlistar er jafnframt nauðsynlegt að endurskoða íslensku höfundalögin sem og að eyða kröftum í að virkja þjónustuveitendur í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu.

  • This essay aims to shed a light on the issues concerning copyright infringements of music on the Internet with emphasis on what measures are available for right holders. Chapter two examines what rights the Icelandic copyright laws provide in general, what their limits are concerning the Internet and what the right holders can do when their music is infringed. Chapter three examines the liability of individuals on illegal downloading as well as it presents an overview on the development of peer-to-peer file-sharing systems and how the liability is on it’s providers when users infringe copyright through their networks. The conclusion is that individuals as well as the operator of the peer-to-peer network can be held liable for copyright infringements. Chapter four examines potential liability of the Internet Service Provider. The conclusion is that liability will not be placed on the Internet Service Provider in the same manner as on the operator of an peer-to-peer network. Chapter five points out some amendments to the Icelandic copyright law that can be made that all aim for more protection on copyright protected material online. In chapter five there will also be presented some business models that remain successful around the world in fighting piracy. The conclusion is that even though innovation and potential business skills are important in fighting piracy, it is also important to revise the Icelandic copyright laws as well as engaging the Internet Service Provider in the fight against illegal downloading.

Accepted: 
  • Jun 21, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9287


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SGunnarsdottir_FINAL.pdf691.69 kBOpenComplete TextPDFView/Open