en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9291

Title: 
  • is Sjómannagarðurinn í Ólafsvík: endurhönnun út frá sögu garðsins og sjósóknar í bænum
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Verkefnið fjallar um endurhönnun á Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Markmiðið með verkefninu er að endurhanna garðinn út frá sögu hans og sjósóknar í bænum. Í upphafi var tekin fyrir saga Ólafsvíkur og saga og þróun garðsins en litlar upplýsingar eru til um hann. Með hjálp fjölda viðtala, vettvangsferða og loftmynda var varpað ljósi á þróun og sögu garðsins í máli og myndum. Margar greiningar voru gerðar á núverandi mynd Sjómannagarðsins til þess að fá betri sýn á ástand hans. Greiningar voru meðal annars gerðar á gróðurfari, veðurfari, halla og sjónlínum. SVÓT og Kevin Lynch greiningum var einnig beitt. Íslenskir almenningsgarðar og erlendir sjómannagarðar voru skoðaðir og uppbygging þeirra og notkun borin saman við Sjómannagarðinn í Ólafsvík. Út frá greiningunum, sögunni og skoðun annarra garða komu fram ákveðnar hönnunarniðurstöður sem notaðar voru sem forsendur við endurhönnun garðsins. Hönnunin er sett fram með greinagerð, teikningu og þrívíddarmyndum.

Accepted: 
  • Jun 21, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9291


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Valgerður Hlín_Lokaritgerð.pdf39.7 MBOpenPDFView/Open