is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9298

Titill: 
  • Refsiábyrgð skipstjórnarmanna, grundvöllur refsiábyrgðar og saknæmisstig
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Refsiábyrgð skipstjórnarmanna, grundvöllur refsiábyrgðar og saknæmisstig
    Refsiábyrgð skipstjórnarmanna, grundvöllur refsiábyrgðar og saknæmisstig er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Skoðað er hver helstu skilyrði refsiábyrgðar eru með hliðsjón af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. og 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Litið er til saknæmisskilyrðanna, ásetnings og gáleysis, og þeim gerð skil.
    Í framhaldinu er fjallað um þær lagaheimildir sem kveða á um refsiábyrgð skipstjórnarmanna sérstaklega ásamt því að skoða grundvöll refsiábyrgðar með tilliti til stærðar skipa. Þá er einnig skoðað hverjir úr áhöfn geta borið refsiábyrgð. Fjallað er um lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997 með tilliti til grundvallar refsiábyrgðar skipstjórnarmanna og saknæmisstigs. Í lögunum er kveðið á um þau svæði sem heimilt er að veiða á hverju sinni ásamt því að heimila skyndilokanir sem oft eru framkvæmdar með stuttum fyrirvara. Því er skoðað hvernig birtingum slíkra tilkynninga er háttað með tilliti til refsiábyrgðar. Loks er leitað svara við því hvort mismunandi kröfur kunni að vera gerðar til sönnunar vegna refsiábyrgðar skipstjórnarmanna annars vegar og stjórnenda hlutafélaga hins vegar. Einnig eru bornir saman dómar vegna refsiverðra brota á skattalöggjöfinni og fiskveiðilöggjöfinni.
    Helstu niðurstöður eru þær að refsing verður aldrei grundvölluð á óbirtum lögum eða reglum. Sýnt er fram á að refsiábyrgð skipstjórnarmanna á grundvelli laga nr. 79/1997 virðist vera afar ströng og að lægsta stig gáleysis nægi til refsiábyrgðar. Af dómaframkvæmd má sjá að í engu virðist tekið tillit til lögvillu til refsilækkunar við ákvörðun refsingar. Þá er komist að þeirri niðurstöðu að dómstólar virðast fara mýkri höndum um forsvarsmenn hlutafélaga þegar kemur að refsiábyrgð. Í reynd er það svo að farið er með brot gegn auðlindum sjávar á svipaðan hátt og brot gegn skattalögum.  

  • Útdráttur er á ensku

    Captain’s criminal liability, legal basis for criminal liability and level of culpability
    Captain’s criminal liability, legal basis for criminal liability and level of culpability is the topic of this thesis. Firstly, the main conditions for criminal liability are examined according to Article 69, Para 1, of the Icelandic Constitution no. 33/1944 and Articles 1 and 2 of the General Penal Code no. 19/1940. The conditions for culpability, intention and carelessness will be examined.
    Secondly, provisions that indicate captain’s criminal liability are looked at, followed by a discussion regarding the legal basis for criminal liability with respect to ship‘s size. It is further examined which crew members can be found criminally liable. Laws on Fishing Rights within the Icelandic Territorial Waters no. 79/1997 are looked at in relation to captain’s criminal liability and level of culpability. The laws set forth provisions for defining areas that are open for fishing as well as rules that prohibit fishing for a limited period of time. The legal consequences of non-compliance with such prohibitions are examined, especially if announcements of closed areas have not been properly promulgated. Criminal liability and burden of proof is examined, as relates to company directors in comparison to captains. A criminal breach on the tax legislation is also looked at and compared with criminal breach of the fisheries legislation.
    The conclusions are that punishment can never be founded on laws that have not been properly promulgated. In addition, it is shown that captain’s criminal liability is severe according to law no. 79/1997. Moreover, it is shown that one cannot rely on courts taking into account defendant’s mistake of law when deciding punishment. Finally, it is concluded that criminal liability and burden of proof does not seem to be the same in cases involving responsibility of company directors as compared to captains, and that criminal liability in cases of Fishing Rights resembles liability for breaches of the tax legislation.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Refsiábyrgð skipstjórnarmanna, grundvöllur refsiábyrgðar og saknæmisstig.pdf640.71 kBLokaðurHeildartextiPDF