Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9299
Á Vífilsstöðum hefur verið sjúkrastarfsemi í næstum því eina öld en nú stendur staðurinn tómur og framtíðin óráðin. Markmið þessa verkefnis er að skoða nýjar áherslur fyrir framtíðarnotkun Vífilsstaða og svara eftirfarandi spurningu: ,,Er framtíðarsýn Vífilsstaða sem heilsutengdur ferðaþjónustustaður möguleiki án
þess að þó að saga og yfirbragð staðarins glatist”? Til að leita svara við þeirri spurningu var hugtakið ,,Heilsutengd ferðaþjónusta” útskýrt og hvað liggur þar að baki. Gerðar voru ýmiskonar greiningar á náttúruþáttum, menningarþáttum og upplifunarþáttum svæðisins. Út frá greiningum ákvað höfundur síðan að leggja fram hönnunartillögur þar sem hugmyndin er að byggja svæðið upp með vísun í vellíðunarlækningu, sem er einn af undirflokkum heilsutengdrar ferðaþjónustu. Ekki er ráðist í miklar breytingar á svæðinu heldur reynir höfundur að virkja styrkleika svæðisins, gera tillögur að því sem betur má fara og þannig gera þennan stað að miðstöð útivistar, heilsu og menningar og hluta af sérstöðu Garðabæjar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún Dóra- BS final.pdf | 47.3 MB | Opinn | Skoða/Opna |