en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9303

Title: 
  • is Náttúra og umhverfi í námi leikskólabarna
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Í þessu lokaverkefni er fjallað um nám leikskólabarna í gegnum náttúruna og nánasta umhverfi leikskólans. Lokaverkefnið byggir á rannsókn sem gerð var á fimm leikskólum í Borgarbyggð. Í þessari rannsókn er starfsfólk leikskólanna spurt hvort og á hvaða hátt það nýti náttúruna og nánasta umhverfi leikskólanna við kennslu. Sérstaklega var athugað hvort þátttakendur nýttu sér náttúru og umhverfi við kennslu á námssviðum Aðalnámskrár. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þátttakendur með leikskólakennaramenntun eru í meirihluta þeirra sem nýta sér náttúru og umhverfi við kennslu á námssviðum Aðalnámskrár. Einnig að þrátt fyrir að bæði leikskólalóðir og nánasta umhverfi leikskólanna henti vel til útikennslu, samkvæmt svörum þátttakenda, þá virðast svæðin ekki vera nýtt til útikennslu nema að litlum hluta. Hluti af ritgerðinni er hugmyndabanki sem tengir námssvið Aðalnámskrár við náttúru og umhverfi. Fjallað er um útikennslu, hvar og hvernig hún fer fram og hvaða áhrif útinám hefur á nám og þroska barna. Einnig verður fjallað um hvernig kennarar geta stutt við nám nemenda sinna í gegnum náttúruna og hvaða aðferðir þeir geta nýtt sér við kennsluna. Sagt er frá því hvar leikskólar standa gagnvart umhverfismennt og menntun til sjálfbærni og er komið inn á grænfánaverkefnið í því sambandi. Sagt er frá þremur fræðimönnum þeim John Dewey, Jean Piaget og Lew Vigotsky en þeir tengjast allir efninu á sinn hátt.

Accepted: 
  • Jun 21, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9303


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni.pdf797.2 kBOpenHeildartextiPDFView/Open