is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9306

Titill: 
  • Hlutlæg og huglæg skilyrði fjársvika skv. 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er að finna umfjöllun um hlutlæg og huglæg skilyrði fjársvika skv. 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og mörk fjársvika gagnvart öðrum ákvæðum laganna. Í ritgerðinni verður reynt að setja upp heildarmynd af fjársvikaákvæðinu.
    Byrjað verður á því að skoða hvaða skilyrði felast í hlutlægum skilyrðum fjársvika. Skilyrðin eru dregin af ákvæðinu sjálfu en hlutlæg skilyrði eru þau skilyrði refsiábyrgðar sem gera kröfu um háttsemi sem lýst er refsiverð eftir lagaákvæði. Til þess að hin hlutlægu skilyrði fjársvika séu uppfyllt þarf háttsemi í fyrsta lagi að vera tvíhliða, þ.e. krafist er atbeina þess sem misgert er við. Í öðru lagi þarf háttsemin að vera ólögmæt, en ólögmætiskrafan er tekin sérstaklega fram í fjársvikaákvæðinu. Í þriðja lagi þarf gerandi að hafa beitt blekkingu við framkvæmd brotsins með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd annars manns, þ.e. villa þarf að hafa verið til staðar. Í fjórða lagi er gerð krafa um orsakatengsl milli villunnar og athafna, eftir atvikum athafnaleysi, brotaþola, þ.e. það verður að vera hægt að rekja háttsemi brotaþola til geranda eftir viðurkenndum rökleiðum. Í fimmta lagi þarf brot að beinast að verðmætum í eigu annars manns. Í ritgerðinni verður farið ítarlega í hvert og eitt þessara skilyrða og þau útskýrð nánar með vísan til dóma og fræðirita.
    Að lokinni umfjöllun um hlutlæg skilyrði fjársvika verður vikið að hinum huglægu skilyrðum fjársvika, þ.e. huglægri afstöðu brotamanns til hinnar hlutlægu hegðunar. Huglægu skilyrði fjársvika er ásetningur til verknaðar skv. 18. gr. hgl. auk þess að ásetningur þarf einnig að hafa verið til auðgunar skv. 243. gr. hgl. Loks verður vikið að því að skoða hver séu mörk fjársvika gagnvart umboðssvikum, fjárdrætti, þjófnaði og skjalafalsi.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjársvik.pdf643.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna