Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/9316
Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Við segjum frá Gísla Súrssyni; samþætting í íslensku og myndmennt er kennsluhugmynd að verkefni þar sem lestur og verkefnavinna í íslensku á Gísla sögu Súrssonar er fléttuð saman við markmið í myndmennt. Áhersla er lögð á lestur og tækifæri til sköpunar, bæði í ritun og á myndrænan hátt. Markmiðið með verkefninu er að leggja áherslu á kosti samþættingar og tengja verkefnið við kenningar Gardners og Dewey. Bókmenntaarfur Íslendinga er óþrjótandi uppspretta að hugmyndum sem hægt er að nýta í list- og verkgreinum. Því er tilvalið að flétta þessa þætti saman bæði til að vekja áhuga nemenda og til að festa ýmsa þætti í minni þeirra.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Árný og Erna-26-4-11.pdf | 4.23 MB | Open | Heildartexti | View/Open |