is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/932

Titill: 
 • Kynjabundin stjórnun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Stjórnun hefur mikið breyst undanfarna áratugi, með breyttu
  þjóðfélagi og breyttum áherslum. Atvinnuþátttaka kvenna hefur
  aukist og þar af leiðandi hefur fjöldi þeirra kvenna sem vinna við
  stjórnunarstöður aukist. En hvaða breytingar hefur þessi þróun haft
  í för með sér? Stjórna konur og karlar eins eða er grundvallarmunur
  á stjórnunarháttum kynjanna? Kynjabundin stjórnun er mjög
  umdeilt fyrirbæri og margar kenningar sem fjalla um það. Það er þó
  víst að hvort sem einhvern mun er að finna á stjórnunarháttum
  kynjanna er þekking lykilatriðið.
  Í þessari rannsókn var lagður fyrir spurningarlisti fyrir alla
  stjórnendur og millistjórnendur innan viðskiptabankasviðs KB
  banka. Listinn var sjálfsmat stjórnenda á stjórnunarstíl sínum og
  með honum er hægt að greina hvort að kynjamunur eigi sér stað
  innan bankans.
  Helstu rannsóknarniðurstöður voru þær að stjórnun karla og kvenna
  er í stórum dráttum eins, þó eru nokkur atriði sem munar miklu á.
  Útdeiling verkefna er það atriði sem munar hvað mestu á, svo virðist
  sem konur eigi almennt erfiðara með að deila út verkefnum til
  undirmanna sinna heldur en karlar. Að sama skapi kom fram í
  rannsókninni að konur telja sig frekar hrósa undirmönnum sínum og
  finna frekar til samkenndar með þeim.
  Lykilorð : Kyn, Kynjamismunur, stjórnun, glerþak, staðalímyndir.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynjabundinstjornun.pdf246.21 kBTakmarkaðurKynjabundin stjórnun - heildPDF
kynjabundinstjornun_e.pdf33.86 kBOpinnKynjabundin stjórnun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kynjabundinstjornun_h.pdf37.31 kBOpinnKynjabundin stjórnun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kynjabundinstjornun_u.pdf35.51 kBOpinnKynjabundin stjórnun - útdrátturPDFSkoða/Opna