en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Lagadeild > ML verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9321

Title: 
 • Title is in Icelandic Vernd kröfuhafa í hlutafélögum
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ætlunin í ritgerð þessari er að fjalla um vernd kröfuhafa í hlutafélögum. Megintilgangur og markmið ritgerðarinnar er að athuga hvort þörf sé á að veita kröfuhöfum hlutafélaga sérstaka vernd í lögum og með hvaða hætti löggjafinn hefur brugðist við þeirri þörf. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera grein fyrir vandamálum sem kunna að koma upp í rekstri hlutafélaga þegar hagsmunir hinna ýmsu aðila fara ekki saman. Þeir hagsmunaárekstrar sem helst koma til skoðunar eiga rætur sínar að rekja til megineinkenna hlutafélagaformsins. Sú hætta er ávallt til staðar að stjórnarmenn og ráðandi hluthafar taki ákvarðanir í málefnum félagsins eingöngu út frá eigin hagsmunum, en á kostnað hagsmuna kröfuhafa og minnihluta hluthafa. Sú skylda stjórnarmanna að gæta hagsmuna kröfuhafa við töku ákvarðana í málefnum hlutafélags er veigamikill þáttur í vernd kröfuhafa. Þessar skyldur eru þó mismunandi frá einum tíma til annars, en mikilvægt er að stjórnendur séu meðvitaðir um þessar skyldur og afleiðingar þess ef þeir sinna þeim ekki.
  Niðurstaða höfundar er sú að nauðsynlegt er að veita kröfuhöfum hlutafélaga sérstaka vernd í lögum. Ef hagsmunir þeirra væru ekki tryggðir í lögum gætu hluthafar og stjórnendur, í krafti stöðu sinnar gagnvart hlutafélagi, auðgast með óréttmætum hætti á kostnað kröfuhafa. Af þeim sökum er í ákvæðum hlutafélagalaga leitast við að vernda hagsmuni kröfuhafa bæði með því að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og tryggja þeim sérstök réttarúrræði ef gengið er gegn hagsmunum þeirra. Löggjafinn hefur ekki einungis brugðist við þessari þörf í ákvæðum hlutafélagalaga heldur má finna ákvæði á víð og dreif í íslenskum lögum þar sem hagsmunir kröfuhafa eru undirliggjandi. Með þessum hætti hefur löggjafinn reynt að stuðla að ákveðnum fyrirsjáanleika í rekstri hlutafélaga og tryggja að kröfuhafar fái endurgreitt það fé sem þeir hafa greitt til hlutafélaga.
  The intention of this thesis is to discuss creditor protection in limited liability companies. The main purpose and aim of this thesis is to examine the need to provide creditors a special protection in statute and how the legislator has responded to that need. In this context it is important to particularise problems that may arise in companies when interests of various parties are incompatible. The conflicts of interests under consideration have roots in the main characteristics of limited liability companies. The risk always exists that directors and controlling shareholders make decisions in the affairs of the company based solely on their own interests, but at the expense of the interests of creditors and minority shareholders. Directors’ obligation to consider the interests of creditors when they make decisions is an important element of creditor protection. Those responsibilities are different from time to time and it is important that directors are aware of them and the consequences if they ignore them.
  The authors’ conclusion is that it is necessary to provide creditors with special protection in statute. If their interests were not insured in statute shareholders and directors could, in the force of their position against the company, profit in unwarranted way at the expense of creditors. As a result, the provision of the Icelandic Company Law seeks to protect the interests of creditors by preventing conflicts of interest and secure special remedies if their interests are violated. The legislator has not only responded to this need with provision in the Company Law, but provisions can be found scattered in domestic law where the interests of creditors are underlying. In this way the legislator has sought to promote certain predictability in limited liability companies and ensure that creditors will be repaid the money that they have contributed to the companies.

Description: 
 • Description is in Icelandic Lögfræði
Accepted: 
 • Jun 21, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9321


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Vernd kröfuhafa í hlutafélögum.pdf563.54 kBLockedHeildartextiPDF