Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9322
Heimilisofbeldi á Íslandi – löggjöf, rannsóknir og alþjóðlegar skuldbindingar
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hversu umfangsmikið heimilisofbeldi er á Íslandi og kanna hvort íslensk löggjöf feli í sér nægilega vernd til handa þolendum þess og jafnframt hvort löggjöfin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Til að leita svara við þessu er sjónum beint að birtingarmynd heimilisofbeldis, umfangi þess, eðli og afleiðingum, m.a. eins og það birtist í rannsóknum, fræðiritum og gögnum Kvennaathvarfs og lögreglu, sem og í dómsmálum. Gildandi löggjöf er skoðuð og dómar reifaðir til frekari skýringar, fjallað um úrræði til verndar þolendum og alþjóðlega mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna refsiákvæði er tekur sérstaklega til heimilisofbeldisbrota heldur er stuðst við refsiþyngingarákvæði en það er matskennt og hefur ekki verið beitt fortakslaust. Nálgunarbann er úrræði sem veitir þolendum sennilega virkustu verndina gegn ofbeldi en nokkra daga getur tekið að fá því beitt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér heimild til lögregla að fjarlægja ofbeldismann af heimili í stað þess að þurfa að leita eftir dómsúrskurði. Væri slíkt mikil réttarbót fyrir þolendur ef af yrði. Þar sem alþjóðlegir mannréttindasamningar fela í sér raunhæfa vernd gegn ofbeldi og vanvirðandi meðferð er niðurstaða ritgerðarinnar að íslenska ríkið hefur brugðist skyldum sínum til að grípa til allra leiða til að vernda þolendur heimilisofbeldis þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá alþjóðlegum eftirlitsstofnunum. Víða er því pottur brotinn og bæta þarf úr. Varpað er fram tillögum að úrræðum fyrir stjórnvald til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Þar sem athyglin hefur í auknum mæli beinst að brotamönnunum sjálfum er að lokum fjallað um meðferðarúrræði sem gefist hefur vel hér á landi og ætlað er að hjálpa karlmönnum til að takast á við ofbeldishneigð sína – í þeirri von að málum af þessu tagi fækki.
Domestic Violence in Iceland—Legislation, Researches and International Commitments
The aim of this dissertation is to shed a light upon extensiveness of Icelandic domestic violence and to examine whether Icelandic Acts are sustainable enough to protect victims of domestic violence. Furthermore, the research objective is to probe liabilities which Icelandic authorities have undertaken regarding domestic violence and compare with international Acts. In favour of understanding the magnitude of domestic violence, its characters and consequen-ces, data from researches, journals, Icelandic women’s refuge shelter and Icelandic police authorities are revealed. Likewise, laws upon international conventions on human rights, current Icelandic legislations regarding domestic violence and strategies to protect victims are evaluated. Specialized domestic violence penalty clause is not grounded inside Icelandic Legislations, rather is domestic violence positioned as penalty inside acts upon domestic violent crimes which might perhaps indicate ambiguous practice. Restraining order is possibly a method providing victims of domestic violence the most secure protection; however, this method is probably inaccurate whereas there last several days from domestic violence until restraining order is executed. Specialized bill is under evaluation inside Icelandic Parliament embracing permission to abandon abusers of domestic household aiming at fulfilling warrant for Icelandic policy authorities to keep abusers in custody without a verdict. International conventions upon human rights encompass viable protection against violence and humiliation. Therefore is conclusion of this research; The Icelandic government has betrayed its own duty to safeguard sufferers of domestic violence in spite of reiterated critiques from international regulatory agencies. On a wide variety of instances there is a need for amendments regarding domestic violence to fulfill international commitments. Finally, increased attention has been paid to treatment resources for lawbreaker of domestic violence; therefore, a discussion is given upon beneficial methods to assist menfolk to deal with their own violence tendencies in the hope that domestic violence will be reduced in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristrún Einarsdóttir - ML ritgerð 17.maí 2011.pdf | 1,07 MB | Lokaður | Heildartexti |