is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9325

Titill: 
 • Ábyrgð flytjanda á farmi í landflutningum
 • Titill er á ensku Transporter liability in carriage of goods by road
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um ábyrgð farmflytjanda í landflutningum samkvæmt íslenskum landflutningalögum nr. 40/2010 og um ábyrgð farmflytjanda á farmi samkvæmt CMR-sáttmálanum um alþjóðlegan flutning á vegum.
  Umfjöllunin um ábyrgð flytjanda takmarkast við að svara því hvenær bótaábyrgð farmflytjanda í landflutningum vaknar og hvenær ekki. Þannig er leitast við að svara því í ritgerðinni á hvaða tímabili farmflytjandi ber ábyrgð á tjóni sem verður á farmi eða töfum sem verða á afhendingu, hvað getur valdið því að hann losni undan slíkri ábyrgð og í hvaða tilvikum ábyrgð farmflytjanda takmarkast af ákvæðum um hámarksbótafjárhæðir.
  Ástæða þess að fjallað er um CMR-sáttmálann hér er sú að hann gildir um farmflutninga íslenskra flytjenda í Evrópu samkvæmt skilmálum þeirra um fjölþáttaflutninga. Samhengis vegna er því einnig fjallað um fjölþáttaflutninga hér, til þess að gera grein fyrir því hvernig samspil ábyrgðarreglna er í slíkum flutningum.
  Í umfjölluninni er dómaframkvæmd á sviði sjó- og loftflutninga höfð til hliðsjónar þar sem líklegt er að reglur um landflutninga verði hér á landi túlkaðar til samræmis við reglur um aðra flutninga. Þá er í umfjöllun um CMR-sáttmálann einkum litið til danskra dómafordæma og túlkunar, þar sem telja verður að það standi íslenskum dómstólum nærri að fylgja dönskum fordæmum við túlkun á sáttmálanum.

 • Útdráttur er á ensku

  The essay is carrier's liability in carriage of goods by road, according to Act no. 40/2010 on carriage of goods by road and according to the CMR-convention on International Carriage of Goods by Road. What is covered is the question of; when the carrier is liable for damage, loss or delay of delivery of the goods and when he is not liable, what can cause the carrier to escape such liability and in what instances the liability of the carrier is subject to limitation of amount.
  The reason that liability under the CMR-convention is covered is that the convention applies to carriage by Icelandic carriers in Europe according to their own terms on multimodal transport. Hence, there is some discussion about multimodal transport in the essay, to get perspective on how rules on liability work in such transport.
  General Icelandic practice in the field of carriage by sea and air is looked upon since rules on carriage by road are likely to be interpreted in harmony with rules on other types of carriage. When discussing the CMR-convention Danish interpretation and practice is discussed in particular.

Samþykkt: 
 • 21.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_Mani_Atlason.pdf581.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna