is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9329

Titill: 
  • Gæði götuhliða í miðborg Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarspurning þessarar rannsóknar er „Hvernig styðja götuhliðar jarðhæða nokkurra valinna gatna í Reykjavík við mannlífið fyrir framan þær?“ Hún byggir á þeirri tilgátu að
    það sé hægt að hafa áhrif á möguleika fólks til að hittast, sjást og heyrast. Markmið rannsóknarinnar er að greina götuhliðar út frá breytum, sem eru búnar til úr atferlisrannsóknum annarra. Einnig að sýna húseigendum möguleika þeirra og borgaryfirvöldum hvernig þau geta aukið áhuga húseigenda á að breyta götuhliðum. Hver götuhlið fær einkunnir fyrir sjö eigindlegar breytur eða flokkunarbreytur. Matið er byggt á ljósmyndum af götuhliðunum. Niðurstöður eru sýndar á kortum, ljósmyndum og stöplaritum og sýna þær einungis tvö jákvæð atriði fyrir svæðið í heild. Annars vegar eru atvinnueiningar margar hæfilega mjóar á athugunarsvæðinu. Hins vegar eru þrjár af hverjum fimm götuhliðum upplýstar á kvöldin og nóttinni. Þar sem svo margir þættir eru
    síðri en þessir tveir er vel hægt að segja að svæðið sé of tilbreytingalítið og fær helmingur götuhliðanna falleinkunn. Athugunarsvæðið býður ekki upp á eins líflega, fjölbreytta og
    jákvæða upplifun og það gæti gert. Mælikvarðar þessarar rannsóknar geta hamlað gegn þessari neikvæðu þróun og því er mikilvægt að vanda til allra þessara þátta við hönnun. Til
    að stuðla að því gætu borgaryfirvöld og/eða samtök verslunar og þjónustu veitt verðlaun fyrir góðar götuhliðar. Eins gætu skipulagsyfirvöld gert þessa þætti að stöðlum fyrir
    hönnun á öllu nýju verslunarhúsnæði og breytingar á gömlu líka.

  • Útdráttur er á ensku

    The research question in this study is “How do ground floor facades of some selected streets in Reykjavik support the street life in front of them? It is based on the hypothesis that it is possible to influence the possibility of people to meet, be seen and heard. The aim of the study is to analyze the facades based on variables created from previous researches. Also to show property owners their opportunities and the city management how they can increase the interest of the property owners to change the facades. Each facade receives grades for seven qualitative or categorical variables. The evaluation is based on photographs of the facades. Results are shown on maps, photographs and diagrams and show only two positive elements for the area as a whole. Many frontages in the observation area are narrow and three out of five facades are illuminated in the evening and at night.
    Since so many factors are inferior to those two it can be said that the area is lacking quality vi in facade relief and about half of the facades are a failure in this grading. The research area does not offer such a vibrant, diverse and positive experience as it might do. These research criterions might counteract this negative trend and that is why it is important to
    take a great care when designing all these factors. In order to contribute to that, the city managers and/or the local business organisations could grant rewards for excellent facades.
    As could the planning authorities make these factors standard practice for all new retail design and changes in the old ones as well.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ólafur Gisli.pdf6.83 MBOpinnPDFSkoða/Opna