is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9330

Titill: 
  • Málfræðileg og líffræðileg kynjanotkun í máli ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málfræðilega formdeildin kyn er ummyndunarþáttur í fornöfnum og lýsingarorðum í íslensku tungumáli. Samkvæmt því eiga þau að vera í samsvarandi kyni og nafnorð sem þau vísa til innan setninga. Málfræðilegt kyn nafnorðs er þó í sumum tilfellum ekki í samræmi við líffræðilegt kyn þess fyrirbæris sem það vísar til, sem getur valdið togstreitu hjá málnotendum. Í þessari rannsókn beini ég sjónum mínum að því hvort það sé tilhneiging hjá þátttakendum að vísa til slíkra nafnorða með líffræðilegri samsvörun en ekki málfræðilegri. Tilgáta rannsóknarinnar er sú að strákar séu líklegri en stelpur til að gera slíkar málfræðilegar villur. Hundrað þátttakendur í 8., 9. og 10. bekk í tveimur grunnskólum í Reykjavík tóku þátt í rannsókninni en sex þeirra merktu ekki við kyn sitt. Því er unnið úr svörum 94 þátttakenda. Af þeim voru stelpur sextíu og ein og strákar þrjátíu og þrír. Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að það er meiri tilhneiging hjá strákum til að svara á rangan hátt með tilliti til málfræðilegs kyns, en hún er ekki marktæk vegna lágs hlutfalls stráka á meðal þátttakenda. Það kemur einnig fram að þegar líffræðilegt kyn nafnorðs er aðeins eitt eru meiri líkur á að vísað sé til þess með eftirfarandi lýsingarorði eða fornafni, jafnvel þótt málfræðilegt kyn orðsins sé ekki í samræmi við það.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1. Útdráttur, inngangur og aðferð.pdf117.83 kBOpinnÚtdráttur, inngangur og aðferðPDFSkoða/Opna
2. Niðurstöður.pdf83.86 kBOpinnNiðurstöðurPDFSkoða/Opna
3. Umræða og heimildaskrá.pdf56.91 kBOpinnUmræða og heimildaskráPDFSkoða/Opna
4. Viðauki 1.pdf16.71 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
5. Viðauki 2 og 3.pdf15.6 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna