is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9336

Titill: 
 • UPPTAKA Heimildir til upptöku eigna og ávinnings af broti í íslenskum rétti og samanburður við danskan og norskan rétt
 • Titill er á ensku CONFISCATION Provisions on confiscation of assets and proceeds of crime in Icelandic legislation and comparison to the law in Denmark and Norway
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um heimildir til upptöku í íslenskum rétti og skoða þróun heimildarinnar í gegnum tíðina fram til dagsins í dag. Í ritgerðinni verður ennfremur fjallað um sambærileg ákvæði danskra og norskra laga og þau borin saman við íslenskan rétt. Í ritgerðinni er hugtakið upptaka skilgreint og gildissvið heimildarinnar skoðað. Fjallað er um þróun heimildarinnar og sérstök áhersla lögð á núgildandi rétt, auk þess sem sérstaklega er gerð grein fyrir fráviki núgildandi upptökuheimilda frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvalds.
  Fjallað er um ferli muna frá byrjun máls þar til þeir eru gerðir upptækir og dómaframkvæmd síðustu ára greind. Að lokum er fjallað um danskan og norskan rétt og þeir bornir saman við þann íslenska. Af dómaframkvæmd má ráða að upptaka í íslenskum rétti hefur helst beinst að fíkniefnum og munum. Eru þeir þá haldlagðir og geymdir í tryggum vörslum lögreglu uns niðurstaða fæst í máli. Upptaka hefur ekki mikið beinst gegn ólögmætum ávinningi, þó að slíkum tilfellum hafi fjölgað og er mun algengara að sá ávinningur sé haldlagður frekar en kyrrsettur.
  Heimildir til upptöku eru í dönskum og norskum rétti að mörgu leyti víðari en í íslenskum rétti og gæti frekari samræmi við téð ákvæði aukið á skilvirkni hinna íslensku laga, en lítið hefur aftur á móti reynt á þau frá því að þau voru leidd í lög 1. janúar 2010.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to discuss the legislation on confiscation in domestic law and examine the development of the concept up to the present day. The thesis will also discuss similar provisions of the Danish and Norwegian penal code and compare them to the Icelandic legislation. The thesis defines the concept of confiscation and the scope of the action is discussed.
  The development of the provisions on confiscation will be discussed and special emphasis will be placed on the present legislation, furthermore, a closer look will be taken at the present provisions on confiscation regarding the exception from the principle on burden of proof in prosecutions. The thesis covers the process of items or proceeds of crime from the beginning of the case until they are confiscated and the case law in recent years identified and the case law in the recent years will be analyzed. Finally there will be a discussion on Danish and Norwegian legislation and the provisions compared to the Icelandic provisions. Case law shows that confiscation in domestic law has mainly been focused on confiscation of drugs and objects.
  Those items have previously been seized and stored in the safe custody of the police until the judge has reached a decision in the case. Confiscation has not been focused much against illicit proceeds, although such cases have increased. Far more common is that the proceeds are seized rather than sequestered. Provisions on confiscation in the Danish and Norwegian legislation are in many ways broader than the provisions in the Icelandic legislation. Further conformity with the said provisions could increase the efficiency of the Icelandic provisions. However, the new provisions have not really been put to the test since they came into effect on the first of January 2010.

Samþykkt: 
 • 21.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddný Rósa Ásgeirsdóttir.pdf613.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna