is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9339

Titill: 
  • Ne bis in idem: Áhrif breyttrar dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginreglan um tvöfalt refsinæmi, ne bis in idem, er ekki nýmæli á Íslandi, enda telst hún til grundvallarreglna í réttarkerfum allra siðmenntaðra þjóða. Regluna er nú að finna í einhverri mynd í þremur gildandi lagabálkum, hér verður sérstaklega tekin til skoðunar 7. viðauki við mannréttindasáttmála Evrópu, sem er hluti af lögum nr. 62. frá 19. maí 1994.
    Í 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu er mælt fyrir um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðar háttsemi. Eitt af skilyrðunum til þess að aðilar njóti verndar reglunnar er að málsmeðferðin snúi að sama broti. Í nýlegum dómi í máli Zolotukhin gegn Rússlandi vék Mannréttindadómstóll Evrópu í veigamiklum atriðum frá fyrri fordæmum sínum við skýringu á hugtakinu sama brot. Breytt skýring Mannréttindadómstólsins leiddi því til rýmkunar á gildissviði ne bis in idem ákvæðis 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu.
    Í þessari ritgerð verður leitast við að gera grein fyrir þeirri vernd er borgarar njóta á Íslandi og hvaða áhrif, ef nokkur, hafði dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Zolotukhin á þá vernd?
    Til þess að nálgast þetta markmið verður gerð grein fyrir inntaki reglunnar og hvernig hún hefur verið leidd í lög hér á landi. Sérstaklega verður fjallað um áhrif stefnumarkandi dóms í máli Zolotukhin á meginregluna um ne bis in idem. Litið verður til dómaframkvæmdar á Íslandi til þess að athuga hvort íslenskir dómar veita sömu vernd og Mannréttindadómstóll Evrópu, fyrir og eftir dóm í máli Zolotukhin.
    Af dómaframkvæmd eftir dóm í máli Zolotukhin er leidd sú niðurstaða að Hæstiréttur telji vera óvissa um gildissvið 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og beiti ákvæðinu til samræmis við þau fordæmi sem lágu fyrir áður en dómur féll í máli Zolotukhin.

  • Útdráttur er á ensku

    The legal concept of double jeopardy, ne bis in idem, is no novelty in Iceland, since it included as a basic right in the legal systems of all civilized nations. Concept is now found in some form in three acts. The focus of this thesis is on the 7th protocol to Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, which has been incorporated into Icelandic law with Act. nr. 62/1994.
    Para 1 Art. 4 of protocol 7 of ECHR states that no one shall be liable to be tried or punished again in criminal proceedings for an offence for which he has already been finally acquitted or convicted. One of the conditions that must be fulfilled for the rule to be applicable is that the proceedings must pertain to the same offence. In a recent case, Zolotukhin v. Russia, the European Court of Human Rights ruling changed how the court regards this condition.
    The aim of this thesis is to define what protection Para 1 Art. 4 of protocol 7 of ECHR provides the citizens of Iceland and what if any effect, if any, the seminal case of Zolotukhin had on that protection.
    In order to reach the stated goal this thesis will expand on the concept of ne bis in idem and how it has been incorporated into Icelandic law. Both in relation to the relevant ECHR case law and the Icelandic case law.
    This analysis of the Icelandic case law lead to the conclusion that the Icelandic Supreme Court considers the case law of the ECHR unclear after Zolotukhin and follows the interpretation of the ECHR prior to that ruling.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_JKG_NE_BIS_IN_IDEM.pdf644.25 kBLokaðurHeildartextiPDF