is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9341

Titill: 
  • Leikur ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um leik barna og þá sérstaklega leik yngri barnanna. Meðal annars er fjallað um einkenni leiks, gildi sjálfsprottins leiks, leikþroska ungra barna 1-3 ára, samskipti barna í leik og hlutverk kennarans í leik. Í þessu verkefni er sagt frá athugun þar sem fylgst var með leik 2-3 ára barna í leikskóla. Þar er skoðað hvernig börn á þessum aldri leika sér og hvernig þau nota leikefni í leik sínum. Athugunin var gerð í valtíma í leikskóla en fylgst var með börnunum í kubbakrók, hlutverkakrók og leirkrók. Í niðurstöðum athugunarinnar kemur fram að börn 2-3 ára vilja frjálsræði í leik, þau vilja flakka á milli valstöðva en ekki vera bundin á sama stað í lengri tíma. Börnin þurfa að hafa nóg af plássi til að hreyfa sig þegar að þau leika sér og þau nota líkamann mikið í leik t.d. með því að hoppa og hlaupa. Í athuguninni kom einnig fram að leikur barnanna stjórnaðist ekki alltaf af leikefninu sem var í boði.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ_pdf.pdf294.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna