is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9351

Titill: 
 • Áhrif slæmrar fjárhagsstöðu fjölskyldunnar á lífsánægju og sálvefræna líðan grunnskólanemenda árin 2006 og 2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslenska hagkerfið féll í djúpa efnahagslægð í kjölfar meiriháttar truflunar á alþjóðlegum fjármagnsmörkum. Þegar slíkt áfall hendir þarf að huga vel að innviðum samfélagsins. Bernskan er mikilvægasta mótunarskeið einstaklings og hætt við að óöryggi á þeim tíma valdi alvarlegum eftirmálum á fullorðinsárum.
  Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna hvort breytingar hafi orðið á lífsánægju og sálvefrænni líðan grunnskólanemenda frá því þau voru í 6. bekk árið 2006 og þar til í 10. bekk árið 2010 með það í huga að í millitíðinni varð efnahagshrun á Íslandi. Einnig hvort fjárhagsstaða fjölskyldunnar hefði áhrif á lífsánægju og sálvefræna líðan milli ára sem og hvort munur væri á milli kynja.
  Fengin voru gögn frá Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem er hluti alþjóðlegrar könnunar sem framkvæmd er í Evrópu á fjögurra ára fresti í 6., 8. og 10. bekk og notuð lýsandi rannsóknaraðferð. Samtals svöruðu 7746 grunnskólanemendur spurningunum sem valdar voru til úrvinnslu, í 6. bekk árið 2006 voru það 3889 nemendur og í 10. bekk 2010 voru nemendurnir 3857. Í ljós kom að stúlkur mátu sálvefræna líðan sína verri en drengir bæði árin og einnig var lífsánægja þeirra minni en drengjanna árið 2010 en hafði verið meiri 2006. Þeim sem töldu fjárhagsstöðu fjölskyldunnar slæma og mátu lífsánægju undir 6 á stiga Cantrils fjölgaði milli ára. Einnig fjölgaði þeim sem töldu bæði fjárhagsstöðu fjölskyldunnar og sálvefræna líðan slæma milli ára sem er í samræmi rannsókn sem segir að verri félagshagfræðileg staða fjölskyldunnar eigi samleið með lakari heilsu barnanna.
  Rannsakendur vonast til að niðurstöðurnar verði til þess að fagfólk innan heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins verði meðvitaðra um áhrif fjárhagserfiðleika á það mótunartímabil sem bernskan er og áhrif þess fram á fullorðinsár. Þannig er hægt að koma viðeigandi fræðslu og aðstoð til þeirra sem þurfa á að halda.
  Lykilhugtök: Grunnskólanemendur, lífsánægja, sálvefræn líðan, HBSC, slæm fjárhagsstaða.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic economy experienced a deep economic crisis following a major interruption in international stock exchange in the year 2008. Youth is the most important developmental period of a person’s lifetime and if insecurity develops at that stage there might be risk of repercussions in adulthood.
  The purpose of this study was to examine if there had been changes in life satisfaction and psychosomatic well-being of school-aged children from the time they were in the 6th grade (of Icelandic schools) in the year 2006 to the time they were in 10th grade in the year 2010 with the economic crisis in Iceland in mind.
  Data was obtained from the study Health Behaviors in School-Aged Children (HBSC) which is part of a national survey that is administered to school-aged children in Europe every four years in the 6th, 8th and 10th grade and quantitative method is used. In total 7746 children answered the questions which were chosen to process, 3889 children from the 6th grade in the year 2006 and 3857 children from the 10th grade in the year 2010. The results show that girls evaluate their psychosomatic well-being to be worse than the boys both years. The girls also evaluate their life satisfaction to be worse in the year 2010 but life satisfaction was higher amongst girls in the year 2006. Children who evaluated their socioeconomic status to be poor and their life satisfaction under six in Cantril’s ladder grew in numbers between years. There was also an increase in the group of children who evaluated their financial standing and their psychosomatic well-being to be poor which is in coherence with other research. Researchers hope that the results will make public health care workers and educational system workers more aware of the effect financial difficulties can have on a child’s youth and it’s journey to adulthood so proper education can be passed on to those who need it.
  Key concept: school aged children, life satisfaction, pshycosomatic well-being, HBSC, poor financial standing.

Samþykkt: 
 • 21.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildarritgerð - an spurningalista.pdf859.35 kBOpinnPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf253.2 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskra.pdf76.37 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
HBSC_C__listi_loka.pdf186.98 kBLokaðurFylgiskjölPDF
hbsc_2009_eldri.pdf490.5 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Skriflegt leyfi þarf frá a.m.k. einum höfunda til að nota ritgerðina.