en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9352

Title: 
 • Title is in Icelandic Varðveisla þekkingar hjá hjúkrunarfræðinemum eftir námskeið í sérhæfðri endurlífgun I
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna varðveislu þekkingar hjá hjúkrunarfræðinemum eftir námskeið í sérhæfðri endurlífgun I og hvort aldur skiptir máli við varðveislu þekkingar.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við lýsandi, megindlega rannsóknaraðferð. Úrvinnsla gagna fór fram með tölvuforritinu Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) og töflureikninum Microsoft Excel. Einnig var töflureiknir notað til þess að setja niðurstöðurnar upp á myndrænan hátt með töflum, skífu- og súluritum. Spurningalistanum var skipt niður í þrjá hluta, lýðfræðilegan bakgrunn, grunnendurlífgun og sérhæfða endurlífgun.
  Úrtakið í rannsókninni voru 91 hjúkrunarnemi á fjórða ári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Gagnasöfnun hófst haustið 2009 og lauk vorið 2011, því var um tvo árganga að ræða. Þátttakendur voru 47 nemendur í árgangi 2009-2010 og 44 nemendur í árgangi 2010-2011. Var spurningalisti lagður fyrir þátttakendur að loknu námskeiði í sérhæfðri endurlífgun I (könnun I) og svo aftur 5-6 mánuðum síðar (könnun II).
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að hnignun er á þekkingu eftir námskeið í sérhæfðri endurlífgun og var meðaltalshnignunin 14,17%. Þegar hnignun var borin saman við aldurshópa kom einnig í ljós munur. Það er að segja meðaltalshnignun var 16,5% hjá aldurshópnum 20-30 ára, 9,8% hjá 31-40 ára og 13,6% hjá eldri en 40 ára. Einnig kom í ljós að þekking var mest hjá aldurshópnum 20-30 ára og minnst hjá eldri en 40 ára. Meðaltalseinkunn í grunnendurlífgun var 8,78 en í sérhæfðri endurlífgun 6,64 í könnun I og II, sem gefur til kynna að þekking er meiri í grunnendurlífgun.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar draga rannsakendur þá ályktun að endurmenntun hjúkrunarfræðinga sé mikilvæg til að stuðla að varðveislu þekkingar í starfi.
  Lykilhugtök: Varðveisla þekkingar – grunnendurlífgun – sérhæfð endurlífgun –
  hnignun. 

Accepted: 
 • Jun 21, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9352


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
varðveisla þekkingar.pdf2.85 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
forsíða-1.pdf55.75 kBOpenForsíðaPDFView/Open