is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9355

Titill: 
  • Myndsköpun í leikskólastarfi; afþreying eða þroskaleið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs við Leikskólakennarabraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á það hvaða þýðingu myndsköpunarstarf hefur fyrir þroska barna. Ritgerðin er unnin út frá eigindlegri spurningakönnun sem lögð var fyrir sex leikskóla á Austur- og Vesturlandi og á að varpa ljósi á það hvernig notkun myndsköpunar er háttað í daglegu starfi leikskóla og hversu mikilvæga starfsmenn leikskólans telja myndsköpun vera fyrir börnin.
    Nám og þroski barna er hluti af öllu leikskólastarfi og beinum við því sjónum okkar að kennismiðunum Jean Piaget og Lev S.Vygotsky. John Dewey hefur haft mikil áhrif á skólastarf alls staðar í heiminum og því er ekki hægt að fjalla um leikskólastarf án þess að minnast á hann. Fjallað er um hugtök tengd myndsköpun og hugmyndafræði Viktors Lowenfeld og W. Lambert Brittain um myndsköpun og andlegan þroska barnsins.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_til_B.ed_2011_pdf.pdf544,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna