is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9357

Titill: 
 • Nálastungu- og baðmeðferð við sársauka í fæðingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari fræðilegu samantekt var að skoða notkun og árangur nálastungu- og baðmeðferðar sem verkjameðferð í fæðingu. Við heimildaleitina var haft í huga hvaða viðbótarmeðferðir væru mest notaðar hjá fæðandi konum og hvert notagildi þeirra væri. Af þeim fjölmörgu heimildum sem kannaðar voru má álykta að almenn ánægja sé á meðal fæðandi kvenna af þessum tveimur viðbótarmeðferðum.
  Á síðustu áratugum hefur áhugi og þekking á notkun viðbótarmeðferða við meðhöndlun verkja á meðgöngu, í fæðingu og á sængurlegu verið að aukast víðsvegar um heiminn. Ljósmæður hafa í auknum mæli verið að tileinka sér slíkar meðferðir eins og nálastungu- og baðmeðferð í starfi sínu, samhliða hefðbundinni ljósmóður- og hjúkrunarmeðferð. Allar heilbrigðar konur mega fá nálastungumeðferð ef meðgangan er eðlileg. Nálarnar er hægt að nota í ýmsum tilgangi svo sem við slökun í fæðingu, samdráttarverkjum og einnig geta þær örvað hríðirnar. Vinsældir vatnsbaða sem meðferð í fæðingu hefur farið vaxandi þar sem konur eru farnar að leita að fjölbreyttari leiðum til þess að lina verki og óþægindi sem fylgja fæðingu.
  Niðurstöður benda til að viðbótarmeðferðir á borð við nálastungu- og baðmeðferð séu góðar og áhrifaríkar meðferðir fyrir konur í fæðingu, þar sem konan nær að slaka betur á, verkir minnka og meðferðin hefur ekki sljóvgandi áhrif á konuna. Jafnframt var minni þörf á inngripum í fæðingaferlið hjá konum sem völdu þessar viðbótarmeðferðir.
  Meginhugtök: Fæðing, sársauki, nálastungumeðferð, baðmeðferð.

Samþykkt: 
 • 22.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni..pdf603.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf133.98 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna