Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9358
Tilgangur rannsóknarinnar var að leita svara við spurningum um skoðanir stjórnenda heilbrigðisstofnana á mismunandi rekstrarformi í heilbrigðisþjónustu. Með rannsókninni var í fyrsta skipti brugðið upp mynd af skoðunum stjórnenda í heilbrigðisþjónustu hérlendis.
Til að það megi takast voru settar fram nokkrar rannsóknarspurningar.
1. Hefur rekstrarform áhrif á afstöðu stjórnenda til reksturs heilbrigðisþjónustu?
2. Eru stjórnendur í einkareknum heilbrigðisstofnunum hlynntari einkarekstri en aðrir stjórnendur?
3. Hefur kyn áhrif á afstöðu stjórnenda til rekstarforms?
4. Eru stjórnendur almennt hlynntari einkarekstri á sviðum þar sem ríki og sveitarfélög hafa ekki tekið þátt í rekstri fram að þessu?
5. Hver eru áhrif rekstrarforms á rekstrartengda þætti? Telja stjórnendur einkarekinna heilbrigðisstofnana að slíkar stofnanir skili betri rekstrarárangri (skilvirkari rekstur, lægri kostnaður o.fl.) en aðrir stjórnendur?
6. Hver eru áhrif rekstrarforms á ánægju starfsfólks og viðskiptavina?
Rannsóknin var megindleg rannsókn þar sem leitað var svara við fyrirfram ákveðnum spurningum sem settar voru fram til að varpa ljósi á mögulegt svar við rannsóknar-spurningunum. Til að fá yfirlit yfir skoðanir sem flestra stjórnenda heilbrigðisstofnana var ákveðið að ráðast í megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar.
Í niðurstöðunum kom fram að rekstrarform stofnana hefur áhrif á afstöðu stjórnenda þeirra. Stjórnendur í einkarekstri eru hlynntari einkarekstri í heilbrigðisþjónustu en aðrir stjórnendur. Af því mátti draga þá ályktun að þeir virðast byggja þessa skoðun sína á eigin reynslu. Í ljós kom einnig að konur treystu ríki og sveitarfélögum betur en karlar. Álykta mátti sem svo að kynin hafa í rannsókninni mismunandi traust til mismunandi rekstraraðila þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Hún var sú að traust kvenna á ríki og sveitarfélögum byggist á þeirra eigin reynslu sem stjórnendur hjá heilbrigðisstofnunum. Niðurstöður rann-sóknarinnar studdu þá ályktun að raunveruleikinn í rekstri heilbrigðisþjónustu hérlendis hafi áhrif á skoðanir stjórnenda heilbrigðisstofnana.
Lykilorð: stjórnendur, heilbrigðisstofnanir, rekstrarform, skilvirkni, þjónusta
The objective of this study was to analyze opinions of health care executives (HCE), towards different business models for health care delivery systems. This is the first attempt to chart out nationwide professional opinion to this subject in Iceland. To achieve this goal several research questions were put forward:
1. Does the business model have an impact on the attitude of HCE towards different forms of health care delivery systems?
2. Are HCE in private practice more in favor of private initiative in business than HCE in other kind of practices?
3. Does gender affect HCE view on business models, i.e. private vs. public?
4. Are HCE´s in general more in favor for private practice in subsectors that have not been serviced by a public health care service previously?
5. What are the implications of the business model on economic factors? What are the opinions of HCE in public vs. private practice groups, regarding the net result of varying business models in health care delivery (effectiveness, lowering costs etc)?
6. What effect does the business model have on job satisfaction and client satisfaction?
This research was based on a quantitative investigation where predetermined questions were put forth in an attempt to illuminate possible variables in the answers. A questionnaire was designed for this study, in order to achieve an overall assessment for the greatest number of HCE.
The results show that the business model impacts heavily on HCE´s opinions in this matter. Females tend to trust public service more than males. An obvious conclusion seems to be that HCE´s base their opinions largely on their own experience. In particular, the assumption can be made that females believes that that public service is superior to private practice in health care, and that they based this opinion on their own experience.
The results of this study support the conclusion that the business models have an impact on HCE´s position in these matters.
Key words: Executives, Health care systems, business models, effectiveness, service.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararannsokn 2011.pdf | 2.03 MB | Opinn | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið er opið eftir 1. júlí 2011