Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9373
Markmið með rannsóknarritgerðinni er að varpa ljósi á samvinnu foreldra og leikskóla um gerð einstaklingsnámskráa fyrir leikskólabörn. Í viðhorfskönnun sem Leikskólasvið Reykjavíkur lagði fyrir foreldra árið 2009, vakti athygli okkar að 88,5% foreldra töldu sig ekki hafa tekið þátt í gerð einstaklingsnámskrár.
Spurningar um einstaklingsnámskrá voru lagðar fyrir níutíu foreldra leikskólabarna frá fjórum leikskólum í Reykjavík og svöruðu fjörutíu og sjö foreldrar. Spurningarnar voru ellefu, fjórar um bakgrunn foreldra, fimm lokaðar spurningar um einstaklingsnámskrá og tvær opnar.
Helstu niðurstöður sýna að flestir foreldrar sem þátt tóku voru með háskólapróf og meirihluti foreldra taldi að ekki væri gerð einstaklingsnámskrá fyrir barnið þeirra. Flestir foreldrar álitu að gerð einstaklingsnámskrár væri mikilvæg og góður samstarfsgrundvöllur milli foreldra og leikskóla.
Í foreldrasamstarfi getur ólíkur bakgrunnur foreldra skipt máli. Leikskólinn verður að sýna frumkvæði að samvinnu og ná til allra foreldra um nám barnsins.
Hugmynd um aðkomu foreldra að gerð einstaklingsnámskráa fylgir ritgerðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
372n).pdf | 1.4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Viðauki lokaður ótímabundið.