Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9375
Greiðsluaðlögun einstaklinga og ábyrgðarmenn
Greiðsluaðlögun einstaklinga og staða ábyrgðarmanna innan úrræðisins er aðalumfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Verður meðal annars vikið að hraðri þróun greiðsluaðlögunar, hér á landi, sem hófst með innleiðingu laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 (greiðsluaðlögun), nr. 24/2009. Var þá í fyrsta sinn lögfest ákvæði sem heimilaði einstaklingum í greiðsluerfiðleikum að leita til dómstóla með beiðni um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar. Með tímanum komu þó ákveðnir brestir í ljóst á þeirri löggjöf og voru í kjölfarið innleidd lög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Taka þau lög aðallega til greiðsluaðlögunar með beitingu frjálsra samninga milli kröfuhafa og skuldara en þó er áfram, undir ákveðnum kringumstæðum, hægt leggja fram beiðni um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar eftir ákvæðum gjaldþrotalaganna.
Á sama tímabili voru einnig innleidd lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 sem áttu að styrka réttarstöðu ábyrgðarmanna. Í 3. mgr. 9. gr. laganna var þó sérstaklega vikið að stöðu ábyrgðarmanna við nauðasamninga til greiðsluaðlögunar. Kvað ákvæðið á um að nauðasamningur eða önnur eftirgjöf, þ.m.t. nauðasamningur til greiðsluaðlögunar til handa aðalskuldara, bæri að hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Þá var auk þess kveðið á um að ákvæðið skylda vera afturvirkt þar sem vilji manna var að leysa úr þeim ábyrgðarskuldbindingum sem myndu falla á menn í kjölfar efnahagshrunsins, sbr. 12. gr laganna. Í Hrd. 274/2010 komst Hæstiréttur þó að þeirri niðurstöðu að með ákvæðinu væri verið að brjóta á stjórnarskrárvörðum eignarrétti kröfuhafa og ákvæðið dæmt ógilt. Var staða ábyrgðarmanna því aftur orðin óljós í tengslum við greiðsluaðlögun og er enn.
Í framhaldinu verður svo fjallað um beitingu laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og sérstaklega fjallað um framkvæmd frjálsra samninga og stöðu ábyrgðarmanna. Að lokum verða mögulegar lausnir og úrbætur sérstakt umfjöllunarefni og leitað verður úr fyrir landssteinana eftir mögulegum lausnum.
Dept Adjustment and guarantors
The main discussion of this essay is about debt adjustment for individuals and the guarantor’s liability in the adjustment process. The discussion will focus on the rapid development in debt adjustment in Iceland, which began with the modification of the act of Incolvency, no. 21/1991, with the amendment of act no. 24/2009. These were the first enacted provisions that gave individuals with financial difficulties the opportunity to seek help by filing a petition for debt adjustment to the district court. There were concerns of certain defects in the legislation and subsequently act. no. 101/2010 was implemented called debt adjustment for individuals. The act primarily focuses on the application of voluntary agreements between creditors and debtors. Under certain circumstances individuals can still however request debt adjustment that follow the Incolvency act. no. 21/1991.
The purpose of the guarantor’s liability act no. 32/2009, was to strengthen the legal status of guarantors. In article 9 paragraph 3 the guarantor’s liability in the adjustment process concerning the composition with creditors was specifically mentioned. The article stated that composition or any other form of remission of debt, including composition in regards to debt adjustment should have the same effect on the guarantors claim as on the debtors claim. In accordance with the ruling of the Icelandic Supreme Court case no. 274/2010 the article was however found to be in violation of the property rights of creditors protected by the constitution and the article therefor declared invalid, making the guarantors' situation in connection to debt adjustment unclear.
There will also be some discussion on the application of the laws regarding debt adjustment for individuals with emphasis on the implementation of voluntary agreements and the issues concerning guarantors. Finally there will be a discussion on possible solutions and improvements.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð Jóhanna Klara Stefánsdóttir.pdf | 623.54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |