is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9376

Titill: 
  • Meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þann 18. desember 2009 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 124/2009 um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993, með síðari breytingum. Með þessari lagabreytingu var ákvæði bætt við skaðabótalögin, það er ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga. Megintilgangur ritgerðarinnar, sem ber heitið Meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum, er að kanna hvað felst í 23. gr. a skbl. nr. 50/1993, um meðábyrgð starfsmanns vegna líkamstjóns í vinnuslysum, fjalla um gildissvið ákvæðisins og bera saman réttindi starfsmanns á Íslandi við norrænan rétt. Ef grundvöllur er fyrir bótakröfu tjónþola getur meðábyrgð hans valdið lækkun eða niðurfellingu skaðabóta, eigi hann sjálfur hlut að máli vegna ásetnings eða stórkostlegs gáleysis. Fjallað er um hugtakið meðábyrgð, réttaráhrif þess og sögulega þróun í þessu samhengi á Íslandi. Þá var gerður samanburður við lagaumhverfi vinnuslysa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er bótagrundvöll vegna vinnuslysa og reglur um meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum. Komist var að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að endurskoða bótarétt starfsmanna á Íslandi. Mætti þar líta til norræns réttar. Umfjöllun var um 23. gr. a skaðabótalaganna. Þetta efni kallar á umfjöllun um helstu hugtök sem tengjast meðábyrgð, það er að segja starfsmaður, í starfi, stórkostlegt gáleysi og ásetningur og farið var yfir skilgreiningar og túlkanir á hverju fyrir sig. Ítarlega er fjallað um mörkin milli almenns gáleysis og stórkostlegs gáleysi. Fram kemur að nokkrir þættir hafa áhrif á þetta mat og er niðurstaðan sú að ekki er unnt að setja einn mælikvarða heldur þurfi alltaf að gera heildstætt mat. Þá var nauðsynlegt að fjalla um reglur sem gilda um vinnu og vinnuumhverfi. Að lokum var fjallað um rétt eftirlifandi til bóta og samanburður gerður við norrænan rétt.

  • On December 18th 2009, Althingi, the parliament of Iceland adopted Act No 124/2009 on the amendment of article 50/1993 of the Tort Damages Act (TDA) with later amendments. This amendment added provision a of Article 23 to the Tort Damages Act. The main purpose of this essay, “Claimant’s co-liability in work-related injuries“, is to explore what provision a in Article 23 entails, discuss it’s scope and compare the rights of employees in Iceland with the Nordic legislation. Or more accurately, employee’s co-liability in work-related injuries. If there is a basis for the claimant’s demand for compensation, then the employee’s co-liability may lead to partial or even full reduction of damages if the claimant showed intent or gross negligence. The essay explores the concept of co-liability, it’s legal consequences and it’s development in Iceland. A special study is done on the comparison of work-related injury in the cases of Denmark, Norway and Sweden. That is, the indemnity basis for work-related injuries and the rules on claimants co-liability in this context. One of the main findings in this essay is that it would be appropriate to review the Icelandic employees rights for damages. In that revision one should pay attention to the Nordic legislation. Provision a of Article 23 in TDA is in the center of this essay. Therefore the main concepts inevitably associated with co-liability, namely employee, at work, gross negligence and intent, are discussed, and each one defined and interpreted. The boundaries between negligence and gross negligence are discussed in depth. Several factors may affect the evaluation and the result is that it is not possible to use one single factor, hence a complete evaluation has to be carried out. Thus, a survey of the rulings on work and work environment was necessary. Finally, the rights of closest relatives for damages are described and a comparison made with the Nordic legislation.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLlokaskjal 2011.pdf445.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna