is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9386

Titill: 
  • Hundrað leiðir til að hugsa, leika og tala: eiga áherslur í starfi með fötluðum börnum samleið með Reggio Emilia hugmyndafræðinni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessar verkefnis var að skoða hvort og þá hvernig nýjar áherslur í fötlunarfræði eiga samleið með þeim aðferðum sem Reggio Emilia hugmyndafræðin styðst við í yngri barna kennslu.
    Fyrst er fjallað um þróun fötlunarfræðinnar og hvernig hugmyndir um fatlaða hafa breyst í tímanna rás, og í kjölfar þeirra er hugmyndum og áherslum um snemmtæka íhlutun gerð skil.
    Annar kafli segir frá upphafi Reggio Emilia hugmyndafræðinnnar og hvað hún felur í sér. Hverjar eru megináherslur hennar og hvernig þær endurspeglast í kennslu yngri barna.
    Í síðasta kafla verkefnisins segi ég frá starfsaðferðum mínum í leikskóla, sem vinnur eftir Reggio Emilia hugmyndafræðinni, hvernig áherslur hugmyndafræðinnar um snemmtæka íhlutun og hugmyndafræði Reggio Emilia endurspeglast í því starfi.
    Verkefnið segir frá vinnu með fjögurra ára dreng sem átti í erfiðleikum með málþroska og félagsþroska og hvernig áherslur Reggio Emilia nýttust okkur við að efla drenginn í þeim aðstæðum sem voru honum erfiðar. Sýnt er fram á hvernig sú vinna sem unnin var með drengnum endurspeglar áherslur Reggio Emila og styðst um leið við aðferðir snemmtækrar íhlutunar.
    Í niðurstöðum mínum kemur fram að áherslur snemmtækrara íhlutunar og Reggio Emilia eru vel til þess fallnar að styðja við hvor aðra í kennslu yngri barna.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf536.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna