Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9389
Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar lýtur að opinberu eftirliti með bönkum og fjármálastofnunum innan Evrópusambandsins. Alþjóðlega fjármálakreppan árin 2007-8 leiddi í ljós alvarlega vankanta á skipulagi fjármálaeftirlits innan ESB og í kjölfarið tóku gildi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins um stofnun nýs kerfis á sviði evrópsks fjármálaeftirlits. Leitast er við að svara því að hve miklu leyti nýja evrópska fjármálaeftirlitskerfið er líklegt til að bæta úr þeim vanköntum er fyrir hendi voru einkum á sviði bankaeftirlits sem og því hvort enn séu fyrir hendi atriði sem bæta þarf úr til að mæta þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Þær breytingar sem nýja löggjöfin á sviði bankaeftirlits hefur í för með sér eru reifaðar, en nýstofnað Evrópskt bankaeftirlit tók við af Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði. Hæstar ber heimildir hins nýstofnaða Evrópska bankaeftirlits til að taka bindandi ákvarðanir sem beinast beint að lögbærum eftirlitsaðilum aðildarríkja og einstökum fjármálafyrirtækjum, sem og heimildir til að setja tæknilega staðla.
Helstu niðurstöður eru þær að nýja löggjöfin sé líkleg til að jafna samkeppnisstöðu milli aðildarríkja með aukinni samræmingu á sviði regluverks og framkvæmdar. Þannig megi að einhverju leyti koma í veg fyrir kapphlaup að botninum (e. race to the bottom) meðal aðildarríkjanna. Hvað varðar heimildir stofnunarinnar til inngripa, þegar neyðarástand skapast á mörkuðum, skortir þó á skilvirkni en ekki er tryggt að ferlið geti gengið nægilega hratt fyrir sig. Þá þarf að vinna að því að finna leiðir til að takmarka fjárhagslega ábyrgð aðildarríkja á fjármálafyrirtækjum sínum. Meðan það eru skattgreiðendur aðildarríkja sem þurfa hugsanlega að bera fjárhagslegar byrðar vegna fallandi fjármálastofnana er ólíklegt að aðildarríkin séu viljug til að líta til hagsmuna heildarinnar fremur en sinna eigin í viðbrögðum sínum við neyðarástandi. Ennfremur kann það fyrirkomulag að hafa þrjár eftirlitsstofnanir í þremur aðildarríkjum til lengri tíma litið að reynast óhagkvæmt í ljósi þess að kerfislega mikilvægar fjármálasamsteypur, sem starfa yfir landamæri innan ESB, starfa þvert á hina hefðbundnu þrískiptingu banka, trygginga og verðbréfaviðskipta.
The main subject of this paper is the financial supervision of banks and financial institutes in the European Union. The financial crisis in 2007 and 2008 exposed important shortcomings in financial supervision in Europe and on 1 January 2011 a new EU legislation entered into force, establishing a new European System of Financial Supervision. The questions that will be asked concern the areas in which the new European System of Financial System is likely to be successful, and whether there are still existing issues that need to be improved. The changes brought on by the new legislation will be discussed, but the new European Banking Authority (“EBA”) replaced the Committee of European Banking Supervisors. The most important new tools of the EBA are the authority to make binding decisions towards the competent authorities of member states and the authority to adopt technical standards.
The main conclusions of the paper are first of all that the new legislation is quite likely to contribute to a level playing field, through increased coordination in the fields of regulation and operation, and thus to prevent a race to the bottom. Concerning the authority of the EBA to take action in emergency situations there is a certain lack of efficiency present as the relevant provision does not guarantee a fast process. Furthermore, a solution must be found with regard to the member states´ financial and fiscal responsibilities towards their banks and financial institutions. As long as tax payers have to shoulder the financial burdens of e.g. bail-outs of failing banks, the member states are not likely to be willing to surrender supervision authority to EU institutions. Finally, it may prove to be both impractical and uneconomic to run three different supervisory authorities in three different countries, especially with regards to the nature of the operations of systemically important financial conglomerates with cross-sectoral cross-border operations.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð - Halla Björgvinsdóttir.pdf | 720.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |