is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9390

Titill: 
  • „Fatlaðir einstaklingar eiga ekki að passa inn í búsetuúrræðin heldur eiga úrræðin að passa þeim“ : upplifun foreldra þegar fötluð ungmenni flytja að heiman
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni fjallar um upplifun foreldra á því ferli sem fer af stað þegar fötluð ungmenni eru stödd á þeim tímamótum að flytja að heiman. Verkefnið var unnin haustið 2010 og vorið 2011. Markmið verkefnisins er að koma röddum foreldra á framfæri um þeirra upplifun og reynslu á þeim tímamótum þegar fatlaðir synir þeirra eða dætur flytji að heiman og samskipti foreldrana við fagfólk á landsbyggðinni. Verkefnið var unnið samkvæmt hefðum eigindlegra rannsóknaraðferða. Gagna var aflað með því að taka einstaklingsviðtöl við fjórar mæður og myndaður var sex manna rýnihópur sem samanstóð af einum hjónum, tveimur mæðrum og tveimur feðrum af landsbyggðinni. Þau þemu sem birtust við greiningu gagnanna voru, upplifun foreldra á undirbúningsferlinu, samskipti við fagfólk, ólík búsetuúrræði, áhyggjur foreldra og framtíðarsýn þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að mikill samhljómur væri meðal foreldranna í einstaklingsviðtölunum og í rýnihópnum. Fötlun ungmennanna virtist hugsanlega skipta máli, sérstaklega ef við bættust alvarleg veikindi þegar kom að úrlausn þeirra mála. Einnig kom í ljós að fjölskyldur þurftu oft að leita út fyrir heimahagana jafnvel svo tugum eða hundruðum kílómetrum skipti til að finna hentuga búsetu sem kom á móts við allar þarfir einstaklingsins vegna fötlunar og jafnvel veikinda. Jafnframt kom í ljós að svo virtist sem þjónustan væri meiri og samfelldari hjá fjölskyldum mikið fatlaðra einstaklinga sem jafnvel voru með alvarleg veikindi heldur en hjá fjölskyldum annarra fatlaðra ungmenna. Gegnum gangandi voru niðurstöðurnar þær að þó sótt hefði verið um búsetu meðan ungmennin voru enn börn, þá gerðist lítið sem ekkert svo árum skipti nema af frumkvæði foreldra. Einnig reyndist undirbúningsferlið og samskipti við fagfólk foreldrum oft erfitt gegnum þetta ferli.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öll ritgerðin pdf,læst.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna