is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9393

Titill: 
  • Opinberar ráðstafanir í þágu fjármálafyrirtækja vegna fjármálakreppu með sérstakri hliðsjón af ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins
  • Titill er á ensku State measures in favor of financial institutions in light of the financial crisis with an emphasis on the state aid rules in the EEA-Agreement
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um opinberar aðgerðir í þágu fjármálafyrirtækja vegna fjármálakreppunnar í Evrópu út frá ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins. Hægt er að skipta ritgerðinni niður í þrjá megin hluta. Í fyrsta hlutanum er farið yfir ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins. Farið er yfir skilgreininguna á ríkisaðstoð og þau undantekningarákvæði sem gera ráð fyrir að í ákveðnum tilfellum geti ríkisaðstoð verið samrýmanleg framkvæmd EES-samningsins, þrátt fyrir meginregluna um að ríkisaðstoð sé ólögmæt og andstæð sameiginlegum hagsmunum innri markaðarins. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er farið yfir breytingar sem hafa átt sér stað á ríkisaðstoðarreglunum vegna fjármálakreppunnar. Nauðsynlegt var að grípa til mjög viðamikilla aðstoðaraðgerða í þágu fjármálafyrirtækja sem lentu í vandræðum sökum fjármálakreppunnar. Hinar almennu ríkisaðstoðarreglur dugðu ekki til að taka fyllilega á þeim málum sem upp komu og var því settur fjöldi tímabundinna leiðbeinandi reglna sem fjallað er ítarlega um í þessari ritgerð. Í þriðja og síðasta hlutanum eru þær aðgerðir sem íslensk yfirvöld gripu til vegna falls Glitnis, Kaupþings banka og Landsbankans haustið 2008 ræddar. Sérstök áhersla er lögð á meðferð ESA á þeim málum og samskipti íslenskra yfirvalda við ESA. Ritgerðin sýnir fram á mikinn sveigjanleika eftirlitsaðila þegar á reyndi og hvernig ríkisaðstoðarreglurnar hafa fengið nýtt hlutverk við efnahagsuppbyggingu. Það er þó einnig mat höfundar að ýmsu hafi verið ábótavant þegar kom að því að fara eftir ríkisaðstoðarreglunum og að það hafi ekki verið forgangsatriði stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt þeim. Þykir það miður þar sem að það hefur sýnt sig að það að viðhalda samkeppnisreglum á krepputímum er bæði nauðsynlegt og hagkvæmt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with state measures in favor of financial institutions in light of the financial crisis in Europe with an emphasis on the state aid rules in the EEA-Agreement. The thesis is divided into three sections. The first section of the thesis provides an overview of the state aid rules and in it contains the definition of state aid along with the derogation from the general principle that state aid is illegal and not compatible with the functioning of the EEA-agreement. The second part of the thesis, examines the recent changes to the state aid rules in response to the financial crisis. The Member States found it necessary to grant extensive measures to failing financial institutions because of the financial crisis. The state aid rules where not equipped to deal with the issues that arose and therefore a number of new temporary guidelines were adopted. This thesis gives a detailed description of what these guidelines entail and the measures approved on the basis of those guidelines. The third and final part discusses, the measures adopted in favor of Glitnir, Kaupþing bank and Landsbankinn by the Icelandic authorities in October 2008. A special emphasis is given on the ESA's investigation into these measures and the communication between the Icelandic authorities and ESA regarding these aid measures. This thesis sheds light on the flexible approach taken by ESA and how state aid rules served as integral part of the crisis resolution. It is however, the view of the author that compliance with state aid rules were not a priority and that authorities did not fulfill their duties under those rules. That must be regrettable, since it has been established that enforcement of the state aid rules in the times of crises proves both necessary and economical.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Opinberar adgerdir i thagu fjarmalafyrirtaekja.pdf3.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna