is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9401

Titill: 
  • Leiðarbók kennaranema fyrir vettvangsnám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs á grunnskólakennarabraut Menntavísindsviðs Háskóla Íslands. Með greinargerðinni fylgir meðfylgjandi leiðarbók fyrir kennaranema sem þeir geta tekið með í vettvangsnám en hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir kennaranema á Yngra barna kjörsviði. Í leiðarbókinni eru hagnýtar upplýsingar fyrir kennaranema um vettvangsnámið sem og skráningarblöð sem hægt er að nota til að skrá niður hugmyndir sem upp koma. Í greinargerðinni er fjallað um vettvangsnám kennaranema og mikilvægi þess. Greint er frá hlutverkum kennaranema, æfingakennara, tengiliðar og kennara námskeiða sem innihalda vettvangseiningar á Menntavísindasviði. Einnig er fjallað um skráningar á vettvangi sem er veigamikill þáttur vettvangsnáms. Þá er komið inn á hugtökin ígrundun, hæfni og leiðsögn en þau tengjast vettvangsnámi og eru mikilvæg í því sambandi.

Athugasemdir: 
  • Í vettvangsnámi kennaranema kvikna hjá þeim margar hugmyndir um hvernig ber að haga starfinu þegar það hefst af fullri alvöru. Þessari leiðarbók er ætlað að styðja
    við bak kennaranema sem eru að stíga sín fyrstu skref í kennaranámi. Í bókinni má finna svör við mörgum af þeim almennu spurningum sem á tilvonandi kennurum
    kann að brenna um hlutverk þeirra, reglur og margt fleira, sem gott getur verið að hafa við höndina. Með leiðarbókinni fylgir greinagerð þar sem fjallað er um vettvangsnám kennaranema og mikilvægi þess. Leiðarbókin er góður staður til skrá niður hugleiðingar sínar á skipulegan og aðgengilegan hátt. Þeir kennaranemar sem hafa lokið náminu með leiðarbókina sér við hönd eiga í bókinni skipulagðan leiðarvísi sem inniheldur allar hugleiðingar þeirra, hugmyndir og markmið. Um leið og leiðarbókin styður við vettvangsnám kennaranema þá kemur hún einnig til með að gagnast þeim að loknu námi og gæti orðið verðmæt hirsla góðra hugmynda sem nýtast í krefjandi starfi.
Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðarbók kennaranema fyrir vettvangsnám - Greinargerð.pdf617.98 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Leiðarbók kennaranema fyrir vettvangsnám.pdf3.54 MBOpinnPDFSkoða/Opna