Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9401
Þessi greinargerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs á grunnskólakennarabraut Menntavísindsviðs Háskóla Íslands. Með greinargerðinni fylgir meðfylgjandi leiðarbók fyrir kennaranema sem þeir geta tekið með í vettvangsnám en hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir kennaranema á Yngra barna kjörsviði. Í leiðarbókinni eru hagnýtar upplýsingar fyrir kennaranema um vettvangsnámið sem og skráningarblöð sem hægt er að nota til að skrá niður hugmyndir sem upp koma. Í greinargerðinni er fjallað um vettvangsnám kennaranema og mikilvægi þess. Greint er frá hlutverkum kennaranema, æfingakennara, tengiliðar og kennara námskeiða sem innihalda vettvangseiningar á Menntavísindasviði. Einnig er fjallað um skráningar á vettvangi sem er veigamikill þáttur vettvangsnáms. Þá er komið inn á hugtökin ígrundun, hæfni og leiðsögn en þau tengjast vettvangsnámi og eru mikilvæg í því sambandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leiðarbók kennaranema fyrir vettvangsnám - Greinargerð.pdf | 617.98 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Leiðarbók kennaranema fyrir vettvangsnám.pdf | 3.54 MB | Opinn | Skoða/Opna |