en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9402

Title: 
  • Title is in Icelandic Lífssaga Braga í Höfn
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þegar saga fólks með þroskahömlun er skoðuð kemur í ljós útilokun frá samfélaginu því líf þeirra einkennist oft á tíðum á ævilangri vistun á sólarhringsstofnunum fjarri fjölskyldu og vinum. Í rúm þrjátíu ár hefur áhersla verið lögð á að fólk með þroskahömlun hafi rétt til þátttöku í samfélaginu og mannréttindi þeirra fengið formlega viðurkenningu á undanförnum misserum. Í þessu
    lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræðum er lífssaga manns með þroskahömlun sögð sem fæddist árið 1939 og bjó nánast allt sitt líf með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að á hans uppvaxtarárum hafi börn og fólk með þroskahömlun almennt verið vistað á stofnunum. Tilgangur verkefnisins var að fá sem heilstæðasta mynd af lífi, aðstæðum og sögu fatlaðs einstaklings sem fæddur er á fyrri hluta 20. aldar og upplifun fólksins í kringum hann. Í verkefninu er einnig leitast við að svara því með hvaða hætti lífssaga geti varpað ljósi á sögu og aðstæður fólks með þroskahömlun á Íslandi. Þessi lífssaga er ólík mörgum öðrum að því leyti að rödd sögupersónunnar heyrist ekki sjálf þar sem hann var látinn þegar sagan var skrifuð og birtist líf hans því með augum samferðamanna hans, fjölskyldu og vina. Þátttakendurnir í lífssöguverkefninu voru fjórar konur og þrír karlar sem voru samtíðarmenn hans og þekktu hann því vel. Gagnasöfnun hófst haustið 2009 og stóð fram í mars 2011 og byggir verkefnið á eigindlegri lífssöguaðferð þar sem leitast er við að öðlast dýpt á lífi og aðstæðum þátttakenda svo og félagslegum fyrirbærum. Tekin voru opin viðtöl, en einnig fengust upplýsingar úr fjölskyldualbúmum, minningargreinum og með heimsóknum á heimaslóðir hans. Verkefnið segir frá lífi manns með þroskahömlun á tíma þegar miklar breytingar eiga sér stað í málefnum fatlaðs fólks og veitir saga hans áhugaverða sýn á þá þróun sem átti sér stað í lögum, stefnumótun og þjónustu. Sagan segir frá lífshlaupi manns sem var bæði mikilvægur sinni fjölskyldu og virkur þátttakandi í því samfélagi sem hann ólst upp í. Áberandi var hversu mikilvægt það var fyrir hann að hafa hlutverk í lífinu sem samræmist þróun hugmyndafræði, laga og stefnumótun um að gera eigi fötluðu fólki kleift að gegna virku hlutverki í samfélaginu til jafns við aðra. Um leið og mikilvægt er að minnast þeirra sáru reynslu sem margt fatlað fólk upplifði með útilokun frá samfélaginu er ekki síður mikilvægt að minnast og læra af góðum og gæfuríkum sögum.

Accepted: 
  • Jun 22, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9402


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
kapa_erla.pdf30.67 kBLockedForsíðaPDF
Lífssaga.pdf463.88 kBLockedHeildartextiPDF