is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/941

Titill: 
  • Jörðin er okkar : Molti fer í ferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru kannaðar leiðir til að bæta námsefni fyrir 1.– 4. bekk grunnskólans í jarðvísindum, gera efnið fjölbreyttara og bjóða fleiri kosti við val námsefnis en nú gefast. Í fyrstu er gerð úttekt á jarðvísindum í aðalnámskrá grunnskóla. Leiðir hún í ljós að veruleg skörun er á milli markmiða í jarðvísindum innan náttúrufræðinnar annars vegar og markmiða í landafræði inna samfélagsfræðinnar hins vegar. Eðlilegt er því að þessir þættir úr náttúruvísindum og landafræði verði kenndir saman og notað verði sameiginlegt námsefni. Gerð var úttekt á tiltæku útgefnu kennsluefni í jarðvísindum sem hentar til kennslu á yngstu stigum grunnskólans og er í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í aðalnámskrá. Í ljós kom að slíkt efni hefur verið samið síðustu árin. Engu að síður er æskilegt að skólar og kennarar hafi nokkra mismunandi kosti við val kennsluefnis og er því hannað nýtt kennsluefni í jarðvísindum fyrir yngsta stig grunnskólans. Nýja efnið eru stutt þemahefti sem einskorða sig við afmarkað þema. Þannig gefst kostur á að gera efninu betri skil heldur en í kennslubók sem spannar þverfaglegt efni. Þetta kennsluefni byggir á því að flétta saman staðreyndir um náttúruna annars vegar og myndrænan ævintýraheim hins vegar. Þannig er reynt að brúa bilið á milli fyrstu skrefa barnsins í faglegu námi og leiks og ævintýra frumbernskunnar. Gerð eru drög að þemaheftum fyrir 1. – 3. bekk og eitt hefti fyrir 1. bekk er unnið að fullu með texta og myndum. Einnig eru kynnt drög að kennaraleiðbeiningum er fylgja þemaheftunum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jordin.pdf1.02 MBTakmarkaðurJörðin er okkar - heildPDF
jordin-e.pdf80 kBOpinnJörðin er okkar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
jordin-h.pdf106.75 kBOpinnJörðin er okkar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
jordin-u.pdf65.02 kBOpinnJörðin er okkar - útdrátturPDFSkoða/Opna