is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9410

Titill: 
  • Verknaðarlýsing í ákæruskjali - þörf d-liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008
  • Titill er á ensku Statement of the offence in an indictment - the need of article 152(1)(d) of Act no. 88/2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er verknaðarlýsing í ákæru. Samkvæmt a-lið 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu á ákærði rétt á að vita hvert sé eðli og orsök sakargifta á hendur honum í ákæru. Markmiðið með greininni er að gefa ákærða þær nauðsynlegu upplýsingar sem hann þarf á að halda til að geta haldið uppi vörnum í málinu. Verknaðarlýsing ákærunnar þarf þannig að endurspegla verknaðarlýsingu þess refsiákvæðis sem talið er að brotið hafi verið gegn. Að öðrum kosti er ekki um að ræða brot gegn umræddu ákvæði. Ef verknaðarlýsingu ákæru er mjög ábótavant þarf annaðhvort að sýkna ákærða eða vísa ákærunni frá dómi. Með lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála breyttist ákvæði um efni ákæru umtalsvert. Í ákvæðið, sem er að finna í 152. gr. laganna, var settur nýr stafliður, d-liður, sem kveður á um að ákæruvaldinu sé heimilt að setja í ákæru röksemdafærslu til að greina frá þeim röksemdum sem málsóknin er byggð á, ef mál er flókið eða umfangsmikið. Líkt og heiti ritgerðarinnar ber með sér er leitast við að svara hvort þörf hafi verið á þessari breytingu. Þessi heimild d-liðar þekkist hvorki í Danmörku né Noregi. Það þýðir að í þeim löndum telur ákæruvaldið sig geta ákært í flóknum og umfangsmiklum málum, án þess gera þurfi sérstaklega grein fyrir þeim röksemdum sem málsóknin byggir á í ákærunni sjálfri. Meiri líkur eru á að ákærur lengist og að erfiðara geti orðið fyrir ákærða að átta sig á sakarefninu ef verknaðarlýsingin er of ítarleg og löng. Það vinnur gegn markmiði a-liðar 3. mgr. 6. gr. MSE. Höfundur telur því að d-liður eigi ekki heima í ákvæði um efni ákæru. Verknaðarlýsing ákærunnar þarf ávallt að uppfylla þær lágmarkskröfur sem til hennar eru gerðar. Ítarlegar skýringar í ákærunni munu þar engu breyta um. Frekari röksemdir eiga heima í málflutningi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses statement of the offence in an indictment. According to article 6(3)(a) of the European Convention on Human Rights the accused person has to be informed of the nature and cause of the accusation against him. The purpose of the article is to give the accused the information he needs to answer the accusation against him. The statement of the offence in the indictment needs to reflect the definition of the criminal provision the accused is supposed to have violated. If not, there is no offence against the provision. If the statement of the offence is lacking, the accused shall either be acquitted or the indictment shall be dismissed from the court. With Act no. 88/2008 on Criminal Procedure the provision of indictment changed considerably. D-section was added to the provision that states that if the case is extensive and complex the prosecution can add written arguments to the indictment to describe the facts of the case and what it is based on. This thesis attempts to determine whether the d-section was a necessary change. Similar provisions cannot be found in Denmark or Norway. That means that the prosecution in those countries believes it can make charges in extensive and complex cases without specifically describing the facts of the case in written arguments in the indictment. The author considers that the d-section is unnecessary. With written arguments in the indictment it is more likely that indictment will become longer and more difficult for the accused to realize what the charges are. That is against the purpose of article 6(3)(a) of the ECHR. The statement of the offence must always meet the minimum requirements. Detailed arguments will not change that in any way. Further arguments belong in the hearing.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verknaðarlýsing- ML 2011.pdf697.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna