Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9411
Við vinnslu þessa verkefnis var leitast við að að svara spurningunni hvort umsjónarkennarar séu að huga að ólíkum þörfum nemenda sinna við undirbúning kennslu. Til þess að reyna að svara því var lögð fyrir spurningakönnun. Skoðaðir voru þrír stærstu grunnskólana í Fjarðabyggð. Umsjónarkennarar í skólunum þremur svöruðu stuttum spurningalista. Megin tilgangur með spurningalistanum var að skoða hversu miklum tíma kennarar eyða í undirbúning og í hverju undirbúningurinn felst. Ólíkar þarfir nemenda til náms ýta undir þörfina fyrir einstaklingmiðað nám. Allir nemendur eiga rétt á að fá nám við sitt hæfi og því vakti það áhuga minn að skoða hvort umsjónarkennarar hugsi um þarfir hvers og eins þegar þeir undirbúa kennslu sína. Kennsluaðferðir eru einnig ein leið sem umsjónarkennarar hafa til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.
Ef kennarar skipuleggja einstaklingsmiðað nám þá þurfa þeir að vera með fjölbreyttar kennsluaðferðir í kennslu sinni, þannig að undirbúningur er lykillinn að því að kennarar hugsi um ólíkar þarfir nemenda sinna. Flestir umsjónarkennarar í Fjarðabyggð virðast nýta undirbúningstímann sinn vel og eyða um 9 klukkustundum eða meira í undirbúning á viku.
Meira en helmingur þeirra hefur gert einstaklingsnámskrá en nýtir sér það ekki almennt. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar af umsjónarkennurum í Fjarðabyggð og er samvinnunám algengasta aðferðin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefnið.pdf | 692.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
forsíðan.pdf | 30.82 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |