is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9421

Titill: 
  • Út um græna grundu : útinám í náttúrufræði og umhverfismennt – miðstig grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er unnið til B.Ed prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, vorið 2011. Verkefnið okkar er tvíþætt. Annars vegar er fræðilegur hluti sem fjallar um útikennslu og hins vegar eru kennsluverkefni í náttúrufræði og umhverfismennt sem að hluta til eru byggð upp á útikennslu. Í fræðilega hlutanum fjöllum við um hvernig best er að byggja upp útikennslu og þá fræðimenn sem hlynntir eru því að nemendur fái að kynnast sem flestu í raunverulegu umhverfi og á áþreifanlegan hátt. Einnig fjöllum við um hvað aðalnámskrá grunnskólans segir um útikennslu. Síðan komum við inn á hvað beri að varast og einnig hvernig námsmati sé best við komið. Við veltum síðan fyrir okkur hvort útikennsla sé góður kostur í námi. Að lokum segjum við frá þeim skólum sem eru viðmiðunarskólar okkar við gerð verkefnanna, en þó eru kennsluverkefnin það almenn að flestir ættu að geta nýtt þau hvar sem er á landinu.
    Kennsluverkefnin eru byggð upp með tilliti til aðalnámskrár grunnskóla við lok 7. bekkjar í náttúrufræði og umhverfismennt. Þetta eru átta verkefni sem spanna margt af því sem nemendur eiga að tileinka sér. Hvert verkefni er byggt upp sem sjálfstæð stöð en lítið mál er að útbúa umhverfisstíg sem byggir að hluta á þeim. Kennsluverkefnið inniheldur kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og verkefnablöð fyrir nemendur. Í leiðbeiningunum eru ábendingar um kennsluefni sem tengist hverju viðfangsefni fyrir sig, verkefnum fyrir og eftir ferð, auk ítarefnis. Í raun má segja að þetta sé verkefnabanki sem vonandi á eftir að nýtast við kennslu í framtíðinni.

Athugasemdir: 
  • Útinám í náttúrufræði og umhverfismennt – miðstig grunnskóla
Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf644.99 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Nemenda- og kennarahandbók.pdf972.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna