is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9424

Titill: 
 • Ábyrgð innri endurskoðenda á ársreikningum fjármálafyrirtækja gagnvart íslenskum lögum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um þá ábyrgð sem innri endurskoðendur bera á ársreikningum fjármálafyrirtækja. Spurningin, „Hver er ábyrgð innri endurskoðenda á ársreikningum fjármálafyrirtækja gagnvart íslenskum lögum“ verður borin upp og svara við henni leitað.
  Skoðaður er uppruni þeirra réttarheimilda sem tengjast ársreikningum fjármálafyrirtækja og hvernig þær hafa þróast fram að þessu. Fjallað verður um hin leiðeinandi Basel-tilmæli með hliðsjón af efni þeirra og tilgangi en sum þeirra hafa verið innleidd í íslenska löggjöf á meðan önnur hafa aðeins leiðbeinandi áhrif hér á landi. Jafnframt verða skoðaðar ólögfestar meginreglur viðskiptalífsins og hvernig þær hafa áhrif á starfsemi fjármálafyrirtækja.
  Hlutverk innri endurskoðenda er skoðað náið og hvernig það tengist innra eftirliti. Fjallað verður um þann skýra greinarmun sem gera verður á innri endurskoðun og innra eftirliti en þessu tvennu er oft ruglað saman. Aðferðafræði innra eftirlits verður kynnt til sögunnar, meðal annars út frá þeim líkönum sem þar eru notuð. Siðferði kemur jafnframt við sögu enda fléttast það á marga vegu inn í stjórnunarhætti fyrirtækja og jafnframt þeirri ábyrgð sem stjórnendur bera á rekstri.
  Dómar sem tengjast efninu verða reifaðir stuttlega til að fá skýrari mynd af þeirri ábyrgð sem innri endurskoðendur kunna að bera.
  Fjármálaeftirlitið, sem eftirlitsaðili á íslenskum fjármálamarkaði, spilar stórt hlutverk, að fylgjast með fjármálafyrirtækjum hér á landi. Með frjálsu flæði fjármagns á Evrópumarkaði leitast Fjármálaeftirlitið stöðugt við að veita starfandi fjármálafyrirtækjum á Íslandi viðeigandi aðhald, fjármálamarkaðinum í heild til hagsbóta.
  Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ábyrgð innri endurskoðenda á ársreikningum er engin gagnvart íslenskum lögum. Hins vegar full þörf er á að setja ítarlegri lagaramma um starfsemi innri endurskoðunar en þá einu lagagrein sem er að finna í settum lögum. Þrátt fyrir nokkrar úrbætur á árinu 2010 er frekari úrbóta þörf eigi innri endurskoðun að starfa á þeim lagagrundvelli sem endurspeglar kröfurnar sem til hennar eru gerðar.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on the responsibilities which internal auditors carry on annual reports issued by financial institutions. The question, "What is an internal auditor’s responsibility towards financial statements according to Icelandic law" will be submitted and answered.
  The origin of law relating to annual reports is examined and how they have evolved. The non-legally binding Basel recommendations will be covered, with regards to their content and purpose; some have been incorporated into Icelandic law, while others have only suggested an impact. Illicit fixed principles of business will be examined and how they affect financial institutions.
  The role of internal auditors is examined and how it relates to internal control. The distinction between internal audit and internal control will be discussed, but the two are often taken for each other. The methodology of internal control will be introduced with its model in mind. Morality is introduced as it touches corporate governance and the responsibility managers carry on a company’s operations.
  Rulings on the subject will be given a short session for a clearer picture of the responsibilities internal auditors may carry.
  Financial Services Authority, the supervised authority of the financial market in Iceland, plays an important role in monitoring the Icelandic financial institutions. With the free flow of capital in the European market, the FSA constantly seeks to provide appropriate restraints to Icelandic financial institutions, which benefits all participants of the market.
  The conclusion of the thesis is that internal auditors hold no responsibility to annual reports according to Icelandic law. However, a more detailed legislation is needed to provide a more comprehensive legal framework for internal auditing than the single article of law in today’s legislation. Despite improvements in 2010, further improvements are needed for internal auditing to function on the legal basis that reflects the requirements for such designation.

Samþykkt: 
 • 23.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta_Leonhards._Innri_endurskoðendur_ML_Lokaskil.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna