is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9425

Titill: 
  • Lóðréttir samningar og samkeppnishömlur
  • Titill er á ensku Vertical agreements and competition restraints
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkeppnisreglur eru mikilvægar á frjálsum markaði þar sem vörur og þjónusta ganga kaupum og sölum. Við gerð hvers kyns viðskiptasamninga er almennt um að ræða tvenns konar samninga: annars vegar lóðrétta og hins vegar lárétta. Lóðréttir samningar eru samningar milli tveggja eða fleiri aðila sem starfa hvor á sínu sölustiginu, andstætt láréttum þar sem samningsaðilar starfa á sama sölustigi. Í umfjöllun þessari er skýrt frá lóðréttum samningum og þeim samkeppnishömlum sem slíkir samningar eru taldir geta haft í för með sér. Rannsókn umfjöllunarinnar lýtur að því að kanna hvernig lóðréttir samningar hafa áhrif á samkeppni og hvernig þeir geta raskað henni en jafnframt hvernig þeir geta stutt við hana. Í megindráttum verður farið í lóðrétta samninga, helstu tegundir þeirra og eðli slíkra samninga. Samkeppnishömlur kunna að vera leiddar af slíkum samningum en fjallað er um í hverju þær hömlur felast, hvernig þær geta einna helst komið upp og nefnd dæmi því til stuðnings. Einnig verður fjallað um jákvæð áhrif lóðréttra samninga en þau geta verið ýmis konar. Hópundanþága EB sem veitir undanþágu frá bannreglum 10. og 12. gr. samkeppnislaga fyrir tiltekna lóðrétta samninga er rakin ítarlega og farið yfir með hvaða hætti hún gildir í samkeppnisrétti, beiting hennar og nýting. Helstu niðurstöður umfjöllunarinnar eru að lóðréttir samningar eru ekki alltaf til þess fallnir að hamla samkeppni, þeir geta átt verulegan þátt í því að byggja hana upp en að skapi geta þeir raskað henni verulega. Til að lóðréttir samningar sem raska samkeppni geti komist hjá ólögmæti, þarf að sýna fram á hvernig þeir stuðla að aukinni skilvirkni sem vegur upp á móti röskun samkeppni. Umfjöllunin sýnir hvernig samkeppnishömlur myndast við gerð lóðréttra samninga en jafnframt hvernig slíkir samningar geta haft jákvæð áhrif á samkeppni.
    Competition law is important in free markets where goods and services exchange hands. Business agreements are generally of two separate types. Firstly there are vertical agreements and secondly horizontal agreements. A vertical agreement involves a contract or concerted practices between two or more undertakings each of which operates at a different level of a production or distribution chain. A horizontal agreement is the opposite where undertakings operate at the same level. In this deliberation focus will be given to vertical agreements and competition restraints which can be the effect of such agreements. The discussion will look at how vertical agreements are able to have effect on competition, both anticompetitive and procompetitive. Competition restraints will be discussed in detail and examples of such will be given. It is generally accepted that vertical restraints are not always as distinct as horizontal restraints are, since it is not always clear if or not competition is in fact harmed. Therefore a deliberation will be given to the pro-competitive effects vertical agreements are able to have, which can be numerous. The Block Exemption Regulation of the EU, which gives an exemption from the scope of articles 10. and 12. of the Icelandic competition law for certain vertical agreements, will be given a thorough discussion of and in which ways it applies to vertical agreements, what the usage of it is and how it is used. The general conclusion of this deliberation is that vertical agreements can have a considerable pro-competitive effect and do not always harm competition. In order for vertical agreements, which do in fact have pro-competitive effects, to enjoy an exemption from the law, a considerable increase in efficiency needs to be shown which outweighs the anticompetitive effect. The deliberation will show how competition restraints can be the result of vertical agreements but also how the agreements can have a positive effect on competition.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lodrettir_samningar_og_samkeppnishomlur.pdf633.6 kBOpinnPDFSkoða/Opna