en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9428

Title: 
  • is Til þess er leikurinn gerður : um mikilvægi leiks og leikrænnar tjáningar í skólastarfi
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvaða gildi frjáls leikur og leikræn tjáning hafa sem kennsluaðferðir og þá sérstaklega á fyrstu tveimur skólastigunum. Skoðað er hvað er sameiginlegt og ólíkt með þessum aðferðum og hvernig aðalnámskrár leik- og grunnskóla fjalla um þessar kennsluaðferðir. Byggt er á skrifum nokkurra fræðimanna, annarsvegar þeirra sem hafa skrifað um leikinn og hinsvegar um leikræna tjáningu. Helstu kostir við að nota þessar kennsluaðferðir eru að þær auka persónulegan og félagslegan þroska nemenda. Með því að vera virkir þátttakendur eins og nemendur eru í leik og leikrænni tjáningu ná þeir betri tökum á viðfangsefnum námsins.
    Niðurstaða höfundar er að leikur og leikræn tjáning eru mikilvægar kennsluaðferðir sem kennarar ættu að nýta sér í skólastarfi. Hann telur mikilvægt að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla með því að nýta aðferðirnar á báðum skólastigunum Þannig getur leikræn tjáning nýst í leiknum og leikur verið grunnur að leikrænni tjáningu.

Accepted: 
  • Jun 23, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9428


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Til þess er leikurinn gerður - Um mikilvægi leiks og leikrænnar tjáningar í skólastarfi.pdf325.29 kBOpenHeildartextiPDFView/Open