is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9432

Titill: 
  • Endurlífgunborgarhluta: umbreyting iðnaðarsvæðis í vistvæna íbúabyggð.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að leita svara við eftirfarandi spurningu: Hvernig er hægt að glæða gamalt iðnaðarsvæði við Elliðavog í Reykjavík lífi út frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, fjölga íbúum og um leið stuðla að bættum lífsgæðum ?
    Til að nálgast verkefnið var hugtakið sjálfbærni skilgreint og lykilatriði vistvænnar og sjálfbærrar byggðar. Skoðuð eru dæmi um vistvæna og sjálfbæra byggð í borgum og bæjum erlendis og það litla sem gert hefur verið hér á landi. Gerð er grein fyrir stöðu hverfisins í dag og síðan er farið í greiningarvinnu þar sem lögð er áhersla á þætti sem tengjast hugmyndafræði sjálfbærni. Reynt var að svara spurningunni með því að nýta niðurstöður greiningarvinnu sem grunn í hönnunar – og skipulagsvinnu byggðri á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Í hönnunartillögunni er gert ráð fyri blandaðri byggð þar sem, atvinnustarfsemi, íbúðir og félagsleg borgarrými eru í fyrirrúmi. Húsin sem fyrir eru verði að mestu látin halda sér, vatns- og orkunotkun minnkuð, matvælaframleiðsla verður færð inn í hverfið og græn svæði aukin. Vægi bifreiða innan hverfisins verður minnkað og hjólandi og gangandi vegfarendur settir í forgang. Lykilatriði hönnunarinnar eru dregin fram og útskýrð á sjónarænan hátt með teikningum og myndum. Allar breytingarnar eiga að skapa aukin lífsgæði og gera hverfið að fyrirmynd fyrir ábyrgan lífsstíl og dæmi um getu til aðgerða sem er eitt meginhlutverk hugmyndafræði sjálfbærni.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Edda.pdf65.55 MBOpinnPDFSkoða/Opna