is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9441

Titill: 
  • Sönnunargildi matsgerða í forsjármálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er leitað svara við þeirri spurningu hvort matsgerðir hafi afgerandi sönnunargildi í dómsmálum þegar foreldrar deila um forsjá barna sinna. Er meðal annars fjallað um tilgang matsgerða, málaflokka þar sem matsgerða er leitað, matsbeiðendur, matsmenn, yfirmat sem og almennt sönnunargildi matsgerða í einkamálum. Í því skyni eru skoðuð lagaákvæði IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Því næst eru barnalög nr. 76/2003 tekin til skoðunar þar sem ítarlega er rýnt í VI. kafla þeirra, sem fjallar um dómsmál vegna ágreinings um forsjá barns. Til umfjöllunar eru tekin atriði sem litið er til við ákvörðun forsjár annars vegar og gagnaöflun í forsjármálum hins vegar, en matsgerðir geta verið hluti af umræddri gagnaöflun. Við yfirferðina í heild sinni er litið til og stuðst við skrif fræðimanna er bæði varða almennt einkamálaréttarfar og málsmeðferð forsjármála. Ennfremur er farið yfir og greint frá dómaframkvæmd Hæstaréttar í þessum málaflokki sem orðið hefur eftir setningu barnalaga nr. 76/2003. Dómarnir eru skoðaðir út frá mismunandi áherslum, en þær eru; vísað til matsgerðar, forsendur héraðsdóms og frekari gögn, yfirmat, annmarkar og aðfinnslur, sérfróðir meðdómsmenn, tillögur um umgengni og að lokum heildstætt mat. Helstu niðurstöður eru þær að merkja megi ríka tilhneigingu dómstóla til að fylgja niðurstöðum matsgerða sem framkvæmdar hafa verið af dómkvöddum sérfræðingum. Ennfremur hafi matsgerðir ríkt sönnunargildi, sér í lagi þegar um er að ræða heildstætt mat dómstóla á atvikum og aðstæðum máls hverju sinni. Að því virtu er fengin staðfesting þess að matsgerðir fara með stórt hlutverk í forsjármálum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is written to answer the question whether evaluations have critical evidence in Court cases when parents disagree about custody of their children. For that matter provisions of chapter IX of laws 19/1991, about the general courttreatment of private cases, are discussed. Then a few speculations about the purpose of evaluation are taken into concern, areas where evaluations can be done, requesters, assessors, head-evaluation and general evidence of evaluations in privatecases. Furthermore the legislation regarding children number 76/2003, is discussed, where chapter VI, which concerns Court cases regarding disagreement about childrens custody, is seen in details. Certain perspectives are discussed that are supposed to be guidelines when taking a decision about childrens custody. Speculations about data collection in cases where parents argue about their childrens custody are also put out, especially because evaluations can be a big part of the data collection. As discussing the abovementioned, writings of scholarexperts are taken into account, both regarding the general privatecourt system and the procedure of custody cases. Additionally, close look is taken at the results of Supreme Court cases that have been announced after the new legislation regarding children number 76/2003 was taken into action. The following point of view are taken into account while discussing the results; referring to evaluation, assumptions of District Court and additional data, head-evaluations, defects and comments, expert judges, suggestions about conduct and finally an overall context. The main results of this thesis are that District and Supreme Courts have the tendencies to follow the outcome of evaluations that have been implementated by court-appointed experts. Furthermore, evaluations have enormous evidence, especially when Courts are focusing on a coherent context, referring to situations and conditions in each and every case. On that ground, it is confirmed that evaluations play a major role in cases where parents argue about custody of their children.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sönnunargildi matsgerða í forsjármálum. BA-lokaverkefni 2011. Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir.pdf349.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna