is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9444

Titill: 
 • Manndráp og meiriháttar líkamsmeiðingar - Mörk 211. gr. og 2. mgr. 218. gr. hgl. þegar bani hlýst af atlögu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efni ritgerðar þessarar eru skilin milli ákvæðis 211. gr. um manndráp af ásetningi og ákvæðis 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um meiriháttar líkamsárás, þegar bani hlýst af atlögu. Verknaður sem leiðir til dauða er felldur undir 211. gr. hgl. nái ásetningur geranda bæði til frumverknaðar og þess dauðdaga sem fylgir verknaðinum. Verði afleiðingarnar sem í dauðdaganum felast eingöngu raktar til gáleysis geranda, er háttsemi felld undir 2. mgr. 218. gr. hgl.
  Við athugun á dómum Hæstaréttar sem gengið hafa um ákvæði 211. gr. og 2. mgr. 218. gr. hgl. vekur athygli að þegar metinn er ásetningur eða gáleysi til afleiðinga verknaðar, reynir einkum á það hvort líkindaásetningur eða efri stig ásetnings nái til afleiðinga. Telji dómari að svo sé ekki, eru afleiðingar raktar til gáleysis og háttsemi felld undir 2. mgr. 218. gr. hgl.
  Gerð var könnun á dómum Hæstaréttar sem gengið hafa um ákvæðin á tímabilinu 1980 til 2010. Athyglivert þótti að verknaðaraðferðir sem beitt var við fullframningu brots virðast hafa talsvert vægi við sakarmat, þegar metið er hvort afleiðingar verknaðar verði raktar til ásetnings eða gáleysis. Slíkt mætti gagnrýna í ljósi þess að verknaðaraðferðir gefa ekki fortakslaust til kynna hver hafi verið huglæg afstaða geranda á verknaðarstundu, þegar bani hlýst af líkamsárás.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to describe the contrast between Article 211 on voluntary manslaughter and Article 218(2) on serious bodily harm when the victim dies as a result of the attack, both of which are stipulated in the Icelandic General Penal Code no. 19/1940. Criminal liability for manslaughter, set forth in Article 211, requires proof that the offender had the intention to deprive another person of his life. On the other hand, an offence which leads to death as set forth in Article 218(2) occurs when the offender has the intention to cause bodily harm, but the evidence do not support his intention to kill.
  When reviewing cases, which have appeared in court regarding Articles 211 and 218(2), it was intriguing that when the court determines whether the effect of an offence is caused by intention or negligence, the court notably only seems to ascertain if the intent of the offender is of higher stages of intention. Otherwise, the effect of the unlawful force is found to be by virtue of negligence and consequently contrary to Article 218(2).
  Cases, which have appeared before the Supreme Court of Iceland, during the period of 1980-2010 on the two Articles, were analysed. The conclusion of the analysis is that methods used to complete an offence that leads to death appear to have an immense affect, when the court determines whether the effect of unlawful force is by virtue of intention or negligence of the offender. This may be criticized due to the fact that methods of killing do not invariably indicate the accused´s true state of mind at the time of committing an act that leads to death.

Samþykkt: 
 • 23.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Sonja_Berndsen.pdf429.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna