is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9450

Titill: 
  • Fjárfestavernd í kjölfar MiFID - Mat á hæfi viðskiptavinar og tilhlýðileika á þjónustu.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um vernd fjárfesta á fjármálamarkaði. Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka hvort gildandi regluverk veiti fjárfestum í reynd fullnægjandi vernd, með hliðsjón af markmiði MiFID tilskipunarinnar og innleiðingu ákvæða hennar í íslenskan rétt. Í upphafi er stutt og almenn umfjöllun um þróun regluverks innan evrópskra fjármálamarkaða fyrir gildistöku ISD tilskipunarinnar. Þá er fjallað um tilkomu ISD tilskipunarinnar og hvaða áhrif hún hafði í tengslum við fjárfestavernd. Þá verður leitast við að svara því að hvaða leyti sú tilskipun náði ekki markmiði sínu. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir aðdraganda og tilkomu MiFID tilskipunarinnar. Í fjórða kafla er fjallað um hegðunarreglur fjármálafyrirtækja sem innleiddar voru í íslenskan rétt í kjölfar MiFID. Síðast en ekki síst er fjallað ítarlega um þá sérstöku hegðunarreglu sem snýr að skyldu fjármálafyrirtækja að þekkja viðskiptavini sína. Fjallað er ítarlega um mat á hæfi viðskiptavinar og tilhlýðileika á þjónustu sem fjármálafyrirtækjum ber að framkvæma í tengslum við viðskipti fjárfesta. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort fyrrgreint hæfis- og tilhlýðileikamat sé til þess fallið að auka vernd fjárfesta samkvæmt íslenskum rétti, með hliðsjón af markmiði og innleiðingu tilskipunarinnar í íslenskan rétt. Niðurstaða ritgerðarinnar er í fyrsta lagi sú að endurskoðun á reglugerð nr. 995/2007 er nauðsynleg að því leyti sem misræmi er milli hennar og innleiðingartilskipunar nr. 2006/73/EB. Í annan stað verður að telja að þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til almennra fjárfesta skv. 1. mgr. 24. gr. vvl., séu til þess fallnar að valda ákveðinni óvissu. Þá verður að telja að með svo ítarlegum hegðunarreglum sem MiFID hafði í för með sér, hafi skapast sú hætta að starfsmenn fjármálafyrirtækja missi sjónar á þeim meginreglum sem gilda um viðskipti með fjármálagerninga og fari að ganga út frá því að allt sem er ekki beinlínis bannað, sé leyfilegt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis addresses the protection of investors in financial markets. The purpose of the thesis is to examine whether the current regulatory environment provides investors with adequate protection in practice, relative to the objective of the MiFID directive and its implementation into Icelandic law. The second chapter consists of a general discussion of developments within European financial markets, regarding the regulation of financial markets prior to the commencement of the ISD Directive. The introduction of the ISD directive is also considered and the impact of the directive in relation to investors’ protection and to what extent the directive failed to reach its goal. The third chapter introduces the MiFID directive and its implementation process. The subjects of the fourth chapter are the detailed rules of conduct, which MiFID imposes on financial institutions. Finally, there is a detailed discussion about the rule of conduct, which entails that financial institutions are obliged to “know their customers”. The rule includes the suitability test and the appropriateness test, which financial institutions must assess when providing investment services. The chapter includes a critical review on how the suitability- and appropriateness test is suited to enhance investors’ protection under domestic law, with regards to the purpose and implementation of the directive into Icelandic law. The findings of this thesis are firstly that it is necessary to review Reg. no. 995/2007 where it is inconsistent with Directive no. 2006/73/EB. Secondly, that the minimum requirements for investors under Art. 24, paragraph 1. of the securities Act. no. 108/2007, are likely to generate uncertainty. At last it must be taken into account, that with such detailed rules of conduct which MiFID entails, there comes a risk that employees of financial institutions will lose sight of the main principles regarding investors protection and assume that whatever is not explicitly prohibited, is allowed.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerdLHO2011.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna