is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9457

Titill: 
  • Upplýsingahandbók fyrir leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari Upplýsingahandbók er að auðvelda leikskólakennurum að koma helstu upplýsingum til nýrra foreldra. Handbókin er þannig sniðin að hún á að geta sparað tíma og fyrirhöfn leikskólakennara við að koma hagnýtum upplýsingum á framfæri við foreldra og forráðamenn eins og um hver sé deildarstjóri barnsins, undirbúningstíma hans sem foreldrar geta nýtt til að ræða við hann ef þörf krefur, slóð á heimasíðu leikskólans þar sem finna má frekari upplýsingar um uppákomur og daglega viðburði og helstu fréttir. Allt eru þetta upplýsingar sem foreldrar þurfa að fá þegar barnið þeirra byrjar í leikskóla. Einnig hef ég kosið að setja inn aðrar upplýsingar eins og innritunarblað þar sem foreldrar svara spurningum um barnið eins og hreinlætis-venjur, trú barnsins og tungumál fjölskyldunnar, svefnvenjur og margt annað. Einnig er blað sem segir stuttlega frá útiveru á íslenskum leikskólum. Fjallað er um Hljóm 2 greiningartæki sem notast er við á elstu deildum leikskólans og þær læknisskoðanir sem börn fara í á leikskólaaldri, sem í dag er tveggja og hálfs árs og fjögurra ára skoðun. Foreldrar vilja börnum sínum það besta, að þau séu heilbrigð og gætt sé að heilsu og frávikum þeirra, ég tel þessar upplýsingar því mikilvægar með velferð barnsins í huga. Þessar upplýsingar og fleiri má finna í Upplýsingahandbókinni. Upplýsingar er varða heilsu og líðan barnsins í leikskólanum hafa að mínu mati ekki vera komið nægilega vel til skila enda ekki algengt að þær séu festar á blað eða í bréfaform heldur eru þetta munnleg skilaboð sem leikskólakennarar ætla sér að koma til foreldra við fyrstu heimsókn eða á almennum foreldrafundi. Samkvæmt nýjum drögum að aðalnámskrá leikskóla eiga foreldrar jafnt sem starfsfólk að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um velferð og hagsmuni barnanna (Mennta og menningarmálaráðuneytið, 2011). Þess vegna tel ég Upplýsinga-handbókina góðan grunn að farsælu samstarfi við foreldra.

Athugasemdir: 
  • Upplýsingahandbók fyrir leikskóla með greinargerð.
Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð með Upplýsingahandbók.pdf319.33 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Upplýsingahandbók fyrir leikskóla.pdf1.05 MBLokaðurPDF

Athugsemd: Skriflegt leyfi þarf til þess að fá aðgang að upplýsingahandbókinni.