Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9458
Þessi ritgerð fjallar um dýraverndarlöggjöfina á Íslandi og framkvæmd hennar.
Því er hafnað í henni, sem oft er haldið fram að lögin séu barn síns tíma og rökstutt af hverju þau teljast ágætis verkfæri, sé þeim beitt í samræmi við markmið löggjafans. Bent er á dæmi um hagsmuni dýra, sem lögskýringargögn gefa vísbendingar um að ætlunin hafi verið að vernda en því ekki fylgt í framkvæmd hvorki af framkvæmdavaldi né dómsvaldi. Alvarleiki brota endurspeglist t.d ekki í refsiákvörðunum dómstóla. Dýravelferðar sé ekki gætt á Íslandi á þann hátt, sem til má ætlast og lesa má úr lögum og lögskýringargögnum að sé tilgangur og markmið laga.
Fjallað er um verkmiðjubúskap, eftirlit hans og aðbúnaðarreglugerðir. Komist er að þeirri niðurstöðu að slíkur búskapur og þær reglugerðir, sem honum er ætlað að fylgja séu ekki í samræmi við það, sem telja verður að felist í hugtakinu dýravelferð, eins og birtingarmynd þess kemur fram í lögum um dýravernd.
Lýst er hvernig aðrar þjóðir hafa nálgast dýraverndarhugsunina í stjórnarskrá og löggjöf og komist er að þeirri niðurstöðu, að fylla megi upp í eyður á þessu sviði á Íslandi með nýrri nálgun í hugsun og t.d. breyttu orðalagi laga. Gildandi réttur sé þó fullgilt verkfæri sé hann notaður rétt, hugsaður af dýpt og túlkaður í þágu dýranna, sem honum er ætlað að vernda.
Í því skyni að gera dýraverndarlöggjöf virkari í þágu dýra er komist að þeirri niðurstöðu að aukinnar fræðslu sé þörf. Sú fræðsla þarf að ná til neytenda og allt til æðstu stjórnvalda þ.m.t. dómstóla.
Kenningar um rétt dýra eru reifaðar. Í þeim kemur fram að maðurinn beri skyldu gagnvart sköpunarverkinu, einkum dýrum, sem tilfinningarverum. Ekki sé hægt að ráðskast með líf þeirra með hagsmuni mannsins eins að leiðarljósi. Um þetta verður fjallað í sögulegu samhengi.
This paper will discuss the Animal Protection Act in Iceland and its implementation.
A frequently argued point that this Act is a product of its own time is rejected, and reasons are stated why this Act could be an excellent tool if applied according to the intent of the legislator. Examples of animal interests are mentioned which the sources of legal interpretation indicate that were meant to be protected but neither the executive nor the judicial branches did so in practice.The seriousness of offences is not reflected in the penalty determination of the courts. Animal welfare is not taken into consideration as indicated by legislation and the legislative sources accompanying the legislation.
Industrial farming is addressed, its control and government regulations concerning its conditions. The conclusion is reached that this kind of farming and the regulatory framework are inconsistent with what is the meaning of the term animal welfare as manifested in the Animal Protection Act.The approach by other nations regarding animal protection ideas in their fundamental laws or other laws is described, and the conclusion reached that existing gaps in Icelandic legislation can be filled by using a new approach in thinking, and by a change in legislation. The current law is nonetheless a valid tool if applied correctly and carefully considered and interpreted with the interests of the animals in mind.
For the purpose of increasing the efficacy of legislation for animal protection the conclusion is reached that there is a need for increased education. This education needs to be disseminated to the consumers as well as to the highest levels within the government including the judiciary. Theories about animal rights are recapped. These theories propound that humans have a responsibility towards creation, in particular towards animals as beings with sensory systems. It is not right to manipulate their lives with only the interests of man as a guide. This will be the subject of a discussion in a historical context.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
rett-ML_loka_Arni_Stefan_Arnason_tl_lagad.pdf | 382.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |