is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/946

Titill: 
 • Góð bók er gulls ígildi : börn og bækur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2004. Tilgangurinn er að skoða hvaða gildi og hlutverk barnabókmenntir hafa í daglegu lífi og starfi barna.
  Í verkefninu er byrjað á að skoða hvernig sagan, tungumálið og bókmenntir tengjast í menningu Íslendinga og hvaða áhrif þessir þættir hafa á sjálfsmynd þjóðarinnar. Því næst er fjallað um íslenskar barnabókmenntir, hvernig þær hafa þróast og hvernig staða þeirra er í dag. Til þess að fá innsýn í hvaða gildi og hlutverk barnabókmenntir hafa fyrir börn er skoðað hvaða áhrif barnabækur og lestur hafa á börn og það síðan tengt við ákveðna þroskaþætti.
  Að síðustu er fjallað um barnabókina út frá leikskólanum, hvernig horft er á barnabækur í leikskólastarfinu og hvernig þær nýtast. Í lokin eru settar fram nokkrar hugmyndir um hvernig má vinna með ákveðna barnabók og það síðan tengt við þroskaþætti barna.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að bókmenntir eru mikilvægur menningararfur fyrir Íslendinga. Þær hafa áhrif á þróun og viðhald séreinkennis þjóðarinnar, íslenskrar tungu sem er hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Barnabókmenntir og lestur eru mikilvægir þættir í uppeldi og menntun barna og hafa ótvíræð og jákvæð áhrif á þroska þeirra. Barnabækur efla og styrkja málþroska, vitsmunaþroska, tilfinningaþroska, félagsþroska, siðferðisþroska ásamt sköpunargáfu og hugmyndaflug.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
godbok.pdf583.96 kBTakmarkaðurGóð bók er gulls ígildi - heildPDF
godbok-e.pdf101.79 kBOpinnGóð bók er gulls ígildi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
godbok-h.pdf139.49 kBOpinnGóð bók er gulls ígildi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
godbok-u.pdf132.76 kBOpinnGóð bók er gulls ígildi - útdrátturPDFSkoða/Opna