is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9464

Titill: 
  • Starfshlutverk þroskaþjálfa í almennum grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni fjallar um starfshlutverk þroskaþjálfa í almennum grunnskólum. Þar sem okkur langar að starfa í skólaumhverfinu í nánustu framtíð höfðum við áhuga á að kynna okkur hvað þroskaþjálfar fást við á þessum starfsvettvangi.
    Hér verður greint frá niðurstöðum könnunar þar sem við tókum átta viðtöl, fjögur við þroskaþjálfa og fjögur við yfirmenn þroskaþjálfa. Allir viðmælendurnir, sjö konur og einn karlmaður, starfa í almennum grunnskólum. Markmið könnunarinnar var að fá innsýn í starfshlutverk þroskaþjálfa í almennum grunnskólum og komast að því hvort yfirmenn höfðu sömu sýn á þetta hlutverk. Einnig skoðuðum við þátttöku þroskaþjálfa í frímínútum og hvernig þeir koma að þjálfun nemenda sinna í félagsfærni. Við könnuðum hvort þroskaþjálfar í almennum grunnskólum starfa eftir starfslýsingum og hvort þroskaþjálfar og yfirmenn þekkja til SFA skólafærni – athugunar. Að lokum spurðum við um framtíðarsýn og starfsöryggi þroskaþjálfa innan þeirra skóla sem viðmælendur okkar starfa.
    Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að starfshlutverk þroskaþjálfa í almennum grunnskólum sé fjölbreytt. Þeir sjá meðal annars um aðlögun námsefnis, sinna ráðgjöf, koma að gerð einstaklingsáætlana og vinna markvisst að félagsfærniþjálfun sem að mestu leyti fer fram í skipulagðri kennslustund. Þeir yfirmenn sem tóku þátt í könnuninni höfðu sömu sýn á starfshlutverk þeirra og þekktu þeir nokkuð vel til þeirrar hugmyndafræði sem þroskaþjálfar starfa eftir. Enginn af þeim þroskaþjálfum sem við ræddum við starfar eftir fastmótaðri starfslýsingu en allir töldu þeir mikilvægt að hafa verklýsingu sem snýr meðal annars að fagmenntun og vinnuskyldu. Enginn af viðmælendum okkar hafði notað eða farið á námskeið í SFA skólafærni – athugun. Allir, að undanskildum einum, vildu sjá aukningu á þroskaþjálfastéttinni í almennum grunnskólum og meðan fatlaðir stunda nám þar óttast þeir þroskaþjálfar sem við ræddum við ekki um starfsöryggi sitt.
    Það er okkar von að starfshlutverk þroskaþjálfa í almennum grunnskólum verði skilgreint, starfsstéttin verði sýnileg og virðing borin fyrir henni til jafns við aðrar fagstéttir innan skólakerfisins.

Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
halldorasanko_ingibjorgsvans.pdf513.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna