is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9468

Titill: 
  • Útikennsla í Grundarfirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.Ed prófs í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni og verkefnum sem henni fylgja verður fjallað um útikennslu og um kenningar nokkurra fræðimanna sem styðja útikennslu sem kennsluaðferð. Einnig verður fjallað um menntun til sjálfbærrar þróunar.
    Í ritgerðinni eru hugmyndir að verkefnum til útikennslu fyrir grunnskóla Grundarfjarðar og hvernig kennarar geti nýtt það umhverfi sem er við skólann til þess að auðga kennsluna og færa nemendur nær umhverfi sínu. Svæðið við grunnskólann er fjölbreytt og gefur tækifæri fyrir nemendur og kennara að nálgast nám og kennslu á fjölbreyttan hátt. Útikennslan getur uppfyllt áfanga- og lokamarkmið sem sett eru í Aðalnámskrá grunnskóla sem leggur mikla áherslu á að kennsla fari að einhverju leyti fram utandyra. Í ritgerðinni eru sex verkefni sem má nota víðs vegar um landið og eru verkefnin um veðrið, steina, jarðlög, fugla, fylla í kort af helstu kennileiti Grundarfjarðar og finna út vatnsrennsli í ám.

Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B Ed -prófs_Útikennsla í Grun darfirði_Guðrún Jóhannsdóttir_loka eintak do cx (3).pdf1.07 MBOpinnPDFSkoða/Opna